Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 144
142
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
bæina. Má mikið vera, ef innan skamms sést ekki árangur
þessarar samvinnustarfsemi á þann hátt, að Bólstaðarhlíðar-
hreppur verði lil fyrirmyndar, hvað snertir trjá- og blóma-
rækt við bæina.
Síðastliðið vor var svo í Sveinsstaðahreppi sett upp trjá-
ræktargirðing að tilhlutun þessara sömu félaga þar i lireppi.
Er hún í Vatnsdalshólunuin, og mun landeigandinn hafa
lagt landið lil án endurgjalds. Er það mjög til að létta undir
með l'rainkvæmd þessara mála, að eigi þurfi undir högg
að sækja við landeigendur um að fá nægilegt og heppilegt
land til trjáræktar, bæði hvað snertir jarðveg, náttúrufegurð
og samgöngur. Hvað'þetta alriði snertir, stöðvarvalið, koma til
greina tvö nokkuð ólík sjónarmið eftir því, hvort um trjá-
rækt við heimili er að ræða eða almenningsframtak, sem er
fyrir sveilina alla.
Að siðuslu: Þeiin, sem þykir vænl um sveilina sína og
vilja sýna það í verki, gera það á engan hátt betur en með
því að sluðla að ]iví að klæða hana skógi, og þá er sjálfsagt
að fara fyrst og fremst þær leiðir, sem vænlegastar eru til
mikils og góðs árangurs.
Áburðarskúífa
Guðmundar á Guðlaugsstöðum.
í 7. árgangi Búfræðingsins, 129.—130. bls., var lýst nokkuð
áhaldi lil túnhreinsunar, er Guðmundur Pálsson á Guðlaugs-
stöðum i Húnavatnssýslu hafði fundið upp. Þegar sú grein
var rituð, hafði ég ekki séð áhald þetta, en tók lýsinguna
eftir bróður Guðmundar, dr. Halldóri Pálssyni ráðunaut.
Siðan hefur Guðmundur Pálsson sent mér áburðarskúffu
sína, og var hún reynd nokkuð hér á Hvanneyri síðastliðið
vor með ágætuin árangri. Hér birtist mynd af áburðarskúff-
unni (og höfundi hennar). Á henni sést, livernig áburðinum er
ýtt úr skúffunni i hrúgu. Að öðru leyti visast um gerð skúff-
unnar til áðurnefndrar ritgerðar í 7. árg. þessa rits. Þess skal
þó gelið, að Guðmundur hefur skúffu sina venjulega 130 cm
að breidd og 80 cm að lengd og að í staðinn fyrir lóðréttan
borðbút er öðruin megin haft járn, eins og sést á myndinni.