Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 109
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
107
uppskeru. At' þessu virðist ekki fjarri að ætla, að meðalupp-
skera, sem er 116—38 hestburðir af ha, muni þurfa um 15000
kg af búfjáráhurði. Er þetta og í samræmi við það, sem Torfi
Bjarnason og Sigurður Sigurðsson telja meðaláburð. Gerir
þetta um 15 kerruhlöss (á 300 kg) á dagsláttu. Eftir þessu
ætti kýrin að teðja allt að því 2 dagsláttur. Vantar því all-
mikið á, að kýrin rækti fóðrið sitt, og hefur áður verið vikið
að því.
Illiitföllin milli áburðarefnanna í búfjáráburðinum eru
vafalaust oft ekki hentug. Orsakast það í fyrsta lagi af því, að
við geymslu og notkun þessa áburðar tapast köfnunarefnið í
langstærstum mælikvarða og verður því búfjáráburðurinn
venjulegast tiltölulega fátækastur af því efni. Naistmesl vönt-
un er á fosfórsýru sakir þess, hve mikið þarf að bera á af
henni, eins og hér að framan hefur verið sýnt fram á. Af
þessu tvennu leiðir, að búfjáráburður er yfirleitt tiltölulcga
aiiðugastur af kalí, en fátækastur af köfnunarefni. Er því oft
hentugt að l>era á með honum köfnunarefnisáburð og fos-
fórsýruáburð. Þetta sést meðal annars á eftirfarandi tilraun
í Gróðrarstöðinni i Reykjavík árin 1925—1932. Tölurnar eru
miðaðar við ha:
Áburður Uppskera
1. 23000 kg kúaniykja......... 0702 kg
2. 23000 kg kúamykja..........
-f- 159,5 kg þýzkur saltpétur 7803 —
3. 11500 kg kúamykja .........
-j- 319 kg þýzkur saltpétur . . 7370 —
4. 11500 kg kúamykja..........
-f- 159,5 kg þýzkur saltpétur
-j- 132,5 kg' superfósfat .... 7138 —
Vaxtarauki
miðað við nr. 1
1041 —
008 —
37(5 —
Þegar bornir eru saman tveir fyrstu liðir í tilrauninni, sést,
að 159,5 kg al' saltpétri gefa vaxtarauka rúma 10 hestburði.
Má yfirleitt telja það ódýrt fóður fyrir þá, sein þurfa að leggja
áherzlu á að auka framleiðslu þess. Fyrir hina, sem vilja spara
húfjáráburðinn sem mest, en gela ekki komizt hjá því að
kaupa tilbúinn álnirð, eru 3. og 4. tilraunaliðirnir athyglis-
verðir, þar sem magn búfjáráburðarins er lækkað oí'an i helm-
ing, en borið á í viðhót saltpétur cða saltpétur og superfósfat.
Þessi tilraun bendir í þá átt, að í mörgum tilfellum muni