Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 43
BÚFRÆÐINGURINN
41
þvi verður við komið, en það er aðallega við geymslu kúa-
mykju og ef til vill hrossataðs.
Þær ályktanir, sem hér hafa verið dregnar um aðgreiningu
á saur og þvagi, eru byggðar á erlendum tilraunum (sjá 29.
hls.) og lögmálum efnafræðinnar, en hér á landi hafa engar
tilraunir verið gerðar um geymslu áburðar.
b. Geymsla áburðarins byrjar í flórnum. Þess er áður getið,
að í búpeningshúsum, einkum fjósum, eru skilyrði oftast góð
fyrir gerla áburðariris, og byrjar því gerð í honum, strax og
liann kemur frá dýrunum. Við gerðina myndast meðal annars
stækja, er rýkur út í andrúmsioftið og veldur tvenns konar
tjóni: Áburðurinn missir auðleijst köfnunarefni, og stækjan
veldur dýrunum óþægindum. Það er því áríðandi að koma i
veg fyrir, að slíkar efnabreytingar verði í flórnum. Þetta verð-
ur ekki gert nema á einn hátt, en það er með því að leiða
þvagið strax í þvaggrgfju, er sé lagarheld og loftþétt. Hvort
sem þvagið stendur í pollum í flórnum eða blandast þar
íburði, verður myndun stækjunnar ör og tap köfnunarefnis-
ins mikið. Fosfórsýra og kalí tapast ekki í lagarheldum flór-
um. Tap köfnunarefnis í fjósum hefur verið rannsakað nokkuð
erlendis.
í Aarslev var reynslan sú, að af 100 hlutum lcöfnunarefnis í fóðri
(A-fl.) lcom í áburðinum 72,5 hlutar og í mjólkinni 24,7 hlutar. Eftir
eru þá 2,8 hlutar, og nokkuð af því hefur farið til fósturmyndunar,
til viðhalds á húð og hári líkamans o. fl. í þessu er einnig fólgið
lap köfnunarefnis í flórnum, því að áburðurinn var fyrst efna-
greindur, þegar hann var látinn i áburðargeymsluna. Flórtapið
hefur því verið mjög Htið. í Aarslev rann þvagið strax í þvag-
gryfju, og þangað var leiðsla úr flórnum við hvern bás.
Tilraunir við Flahult i Sviþjóð sýna aftur á móti, að tap köfn-
unarefnis í flórnum getur verið mikið. Alll þvagið var sogið upp í
íburð. Áburðinum var kastað 4 sinnum á dag upp í vatnsheldan
vagn, er stóð í fjósinu, en úr þeim vagni var áburðurinn tekinn
tvisvar á sólarhring, og þá fór fram efnagreining. Niðurstaðan
varð þessi:
Áburður + mómold til íburðar sýndi 7,0 % köfnunarefnistap
.—- + hálmur — — — 19,8—-
— + sag — — — 11,1— —
Ilér er tapið allmikið, einkum þegar hálmur er notaður, en
mómoldin sýnir hér sem annars staðar mikla yfirburði. Einkum