Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 146
144
B Ú F R Æ Ð I N G IJ R I N N
Þegar vel gekk, hrcinsuöum við dagsláttuna á cinni klukku-
stund.
Fyrir stríðið mun áburðarskúffan hafa kostað um 20 kr.
Hver lagtækur maður getur smiðað hana, ef hann hefur fyrir-
mynd til að gera hana eftir.
Túnhreinsun er víða allmikið verk á vorin. Þetta litla
áhald léttir þessa vinnu til muna og gerir hana verklega og
skemmtilega. Ég vil eindregið ráða bændum til að reyna að
útvega sér það. Ef til vill mætti smíða það eftir myndunum
og lýsingunni. En það skal tekið fram, að ekki er alltaf víst,
að menn komist strax upp á lag með að nota þetta áhald eða
önnur nýsmíði. Þannig var það með okkur hér á Hvanneyri.
Við höfðum ekki gott lag á skúffunni í byrjun og höfðum
næslum dæmt hana lítt nothæfa. En þá datt okkur í hug að
fara að raka upp í liana með hrífu, um leið og henni var ekið
áfram, og þá geklc allt ]>rýðilega.
Eg teldi í þessu máli hentuga leið, að búnaðarsamböndin
fengju skúffu hjá Guðmundi Pálssyni, létu reyna hana og
létu síðan ákveðinn smið á sambandssvæðinu smíða skúí'f-
urnar eftir fyrirmyndinni, því að ég tel óvíst, að uppfyndinga-
maðurinn sjálfur vilji taka að sér framleiðslu þeirra, svo að
miklu nemi.
Ekki virðist það ósanngjörn krafa, að verkfæratilrauna-
nefnd Búnaðarfélags Islands reyndi áhald þetta, en hún sýnist
liafa öðrum hnöppum að hneppa en rannsaka búnaðaráhöld,
sem íslenzkir bændur finna upp og smíða í hjáverkum sínum.
Eg geri ráð fyrir, að nákvæmar tilraunir með skúffu Guð-
mundar Pálssonar myndu leiða í Ijós einhverja þá ágalla á
henni, sem unnt væri að bæta úr. En ég tel, að hann hafi þeg-
ar unnið í þessu máli svo þarft verk, að hann ætti skilið opin-
bera viðurkenningu fyrir.
Guðm. Jónsson