Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 122
120
BÚFRÆÐINGURINN
einn þáttur þess, en þó nægilega margbrotinn til þess, að ekki
er unnt að finna neinn áburðarsamnefnara, sem fullnægi
þörfinni nema i einstökum tilfellum. Ræktunarmaðurinn þarf
því, ef vel á að vera, að vita það mikið um jurtirnar, sem
hann ræktar, jarðveginn, sem hann ræktar J)ær í, og áburðinn,
sem hann á völ á, að hann geti nokkurn veginn gerl sér grein
fyrir áburðarþörfinni og ákveðið þann áburðarskammt, sem
líklegastur er lil góðs árangurs i hverju tilfelli. Mun hann þá
fljótlega sannfærast um það, að hvorki er einhlítt eða hentugt
að hafa „allt í einum poka“.
Vindrafstöðvar.
í 7. árg. Búfræðingsins var lýst nokkuð ameriskum vindraf-
stöðvum, sem þá var nýlega byrjað að flytja til landsins.
Nú sem stendur mun heildverzlunin Hekla i Reykjavík vera einn
stærsti innflytjandi þessara stöðva. Búfræðingurinn hefur þvi snúið
sér til forstjórans ])ar, hr. Sigfúsar Bjarnasonar, Reykjavík, og
fengið hjá honum eftirfarandi upplýsingar.
Sú tegund vindrafstöðvanna, sem bezt mun eiga við hér á landi,
er ameríska rafstöðin Nelson. Aðrar tegundir hefur Hekla að vísu
á boðstólum, heldur ódýrari, en lakari að gæðum. Eftirfarandi
stærðir eru fáanlegar af Nelson. Verðið er miðað við marz 1942.
Getur það að sjálfsögðu hækkað.
1. 6 volta stöðvar með 135 wött. Stöðin sjálf kostar um 350 kr.
Þessar stöðvar eru svo Iitlar, að tæplega er hægt að mæla með
þeim nema á mjög litlum heimilum, þar sem allar leiðslur eru
sérstaklega stuttar.
2. 12 volta stöðvar með 250 wött. Stöðin sjálf kostar um 750 kr.
12 volta glergeymar (nál. 210 amper) kosta kr. 000.00. Þessar
stöðvar munu vera hentugastar fyrir flest heimili lil ljósa. Á
þeim má hafa 8—10 Ijós samtímis. Gera má ráð fyrir, að annar
kostnaður en stöð og geymar verði um 30 kr. á ljósstæði. Á
heimili með 15 Ijósstæðum væri þá allur cfniskostnaður við
slika stöð um 1800 kr.
3. 32 volta stöðvar, 1000, 1500 og 2500 watta. Þær kosta hlul-
fallslega (með tilsvarandi geymum) um 3000, um 4100 og um
5000 kr. Á 1000 watta stöð má hafa 40—50 Ijós samtímis.
Einnig má nota þær til að knýja með rafmagnsdælur, fyrir
suðuplötu eða lítinn ofn. 1500 watta stöð getur í hentugu
veðri mjög létt undir við eldamennsku o. s. frv.
G. J.