Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 131
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
129
3. Hann verðui- að vera vel upp alinn og hafa þann líkams-
þroska, sem erfðaeðli hans skapar. Með öðrum orðum,
hann verður að vera fóðraður svo vel frá byrjun, að hinn
eðlilegi líkamsvöxtur hafi notið sín.
4. Folinn sé vanur manni, hafi verið hirtur eitthvað í húsi
og sé því ekki styggur eins og villtur útigangssauður.
5. Hesturinn sé ekki áður taminn til reiðar.
Áður en folanum er beitt fyrir æki, mun rétt að gera hann
bandvanan, t. d. leiðitaman. Þetta verður þó að gerast með
lipurð og þolinmæði, því að öll tamningin getur verið háð
fyrstu handtökunum. Það getur oft tekið nokltra daga að
gera hesta sæmilega handvana. Ef folinn er mjög hræddur
við manninn, er oft betra að hafa rólegan og gæfan taminn
hest með. Getur jafnvel verið bezt að spenna folann strax
fyrir með öðrum tömduin hestum og beita fyrir létt æki. Og
ævinlega skal gæta þess, að í fyrstu skiptin, sem óvönum
fola er beitt fyrir drátt, skal hafa hann með öðrum alveg ör-
uggum, óhræddum og vönum dráttarhestum. Venjulega fær
óvaningurinn fyrr traust á hestunum, sem hann gengur með,
en á mönnunum, sem fara með þá, og þeim verkfærum, sem
þeim er beitt fyrir.
Gæta skal þess vel, að allur litbúnaður sé mjög góður.
Beizlið má ekki særa, en verður að vera traust og helzt óslít-
andi, aktygin mátuleg eins og vel sniðin flík á mann. Þau
verða einnig að vera vel sterk, svo að þau slitni eklci, þótt
átök verði snörp.
Þau verkfæri, sem heppilegust eru til þess að beita óvön-
um hestum fyrir, eru einkum slóði, herfi og jafnvel plógur.
Ef hesturinn (folinn) er mjög hræddur og kvikur, er gott
að hinda hann við hestinn eða hestana, jafnvel á milli tveggja
stilltra hesta, án j)ess að spenna hann fyrir ækið. Eftir að
hann hefur vanizt taumum, aktygjum, hávaða og skrölti og
fengið nokkurt traust á þeim hestum, sem hann gengur með,
er rétt að beita honum einnig fyrir ækið.
Það þarf oft langan tíma og mikla j)olinmæði til ])ess að
spekja suma hesta. Það er ekki óþekkt fyrirbrigði lijá ís-
lenzkum hestum, að j)eir híta og slá með öllum löppum, hæði
menn og hesta, sem nálægt þeim koma. Þessir skapgallar
eru því miður töluvert algengir í hinu óræktaða hrossakyni
okkar. Jafnvel j)essa hesta er hægt að gera þæga og ljúfa,