Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 139
Fjölbreytt störf við bændaskólana.
Eftir Árna Jónsson búfræðikandídat.1)
Á siðustn árum hefur aðsókn að bændaskólunum farið mjög
vaxandi, svo að þeir eru fullskipaðir, enda þótt þeir taki
nú við fleiri nemendum en áður hefur verið.
Á Hvanneyri eru um 60 neniendur og Hólum um 40. Árlega
nær því verklega námið til um 50 nemenda, 00 á Hvannevri og
um 20 á Hólum. Á báðum skólasetrunum er rekinn allmikill
búskapur, og vinna nemendur að honum m. a. sumarið á milli
námsvetranna, sem kunnugt er. Hér er því um feikna vinnuafl
að ræða, enda eru árlega brotin og framræst stór svæði, sem
bætast við hið ræktaða land, — túnið. Það má að visu segja, að
svo lengi sem nóg er til af óræktuðu landi, sé óhætt að halda
áfram ræktun, og það er að vissu leyti rétt, en það kostar
meiri búpening, stórfelldari búrekstur. Stærri búrekstur við
hændaskólana með því sniði, sem hann er nú í, á fullan rétt
á sér að áliti margra. En ég lít þannig á, að ríkið eigi ekki,
hvorki við bændaskólana né annars staðar, að reka stórbú-
skap nema þá í tilrauna skyni, en hér ætla ég ekki að rök-
styðja þetta nánar.
Markmið verklega námsins er einkum að kenna nemend-
um nýrækt, — túnrækt -—, og það, sem að henni lýtur, svo
sem framræslu, plægingu, herfingu o. i'l. íslenzka bændur
hefur skort mjög þekkingu á túnækt að undanförnu, en nú
má segja, að nokkur breyling sé orðin á J)essu, sérstaklega síð-
ustu 10 árin, að þekking þeirra hafi aukizt mjög og orðið
nokkuð almenn, svo að nú koma sennilega færri bændasynir
í búnaðarskólana en áður, sem hafa aldrei unnið að plægingu,
herfingu og fleiri nýræktarstörfum. Og nú eru fleiri út um
sveitirnar, sem kunna skil á jarðrækt, heldur en búfræðingar.
1) Árni Jónsson er unpir og áhugasamur búfrœðingur frá Hvanneyri.
ÚtskrifaÖist hann frá danska búnaðarháskólanum vorið 1040. Hann er
nú aðstoðarmaður við tilrnunastöðina á Sámsstöðum. Ritstj.