Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 64
«2
B Ú F R Æ í) I N G U R I N N
haug 0,03% köfnunarefni, 0,01% fosfórsýra og 0,16% kali. Efna-
hlutföllin eru hér allt önnur en í þvaginu, tiltölulega mest af fos-
fórsýru og minnst af köfnunarefni. Mykjulögurinn frá haugstæð-
inu inniheldur því á kú ekki meira en 0,8 kg köfnunarefni, 0,3
kg fosfórsýru og 4,0 kg kalí. Og séu þessi efni verðlögð á sania
hátt og næringarefnin i þvaginu, nemur verðmæti þeirra þó ckki
nema um 10% af vcrðmæti kúaþvags.
Aarslevtilraunirnar sýna því, að þegar þvag er skilið frá saurn-
um, er áburðarlögur sá, er frá honum rennur, tiltölulega fátækur
af næringarel'num. Og í samræmi við þetta sýna tilraunirnar, að
litlu munar á tapi köfnunarefnis, hvort sem hinn fasti áburður
er geymdur í haughúsi eða haugstæði. Að meðaltali af 5 tilrauna-
flokkum regndist tap köfnunarefnis litið eitt meira í haugstæði
(um 1,6%), en i uppskerunni gaf áburðurinn öfuga raun, þvi að
þar var mykjan lílið eitt betri frá haugstæðinu, munaði um 20 fe
á kú eða um 2%. Verið getur, að útkoman hefði orðið nokkuð
önnur og mykjulögurinn auðugri af efnum, ef hann hann hefði
staðið um skeið í haugstæðinu og fengið meiri tíma til að leysa
upp efni áburðarins. Um það gefa Aarslevtilraunirnar enga vitn-
eskju. Þær gefa ekki heldur upplýsingar um efnamagn áburðar-
lagarins frá blöndnðnm áburði, en þar er það vafalaust miklu
meira.
Þegar um það er að ræða að leggja dóm á, hvort i'ært sé
að nota haugstæði fyrir geymslu áburðar í stað haughúss,
eru J):tð fleiri en eitt atriði, sem líta þarf á.
í fyrsta lagi verður það að teljast meginatriði, að aðeins
saurinn sé geymdur í haugstæðinu, en þvagið leitt í sérstaka
þró. Því meira þvag sem er blandað í áburðinn, því meiri
þörf er á haughúsi.
í öðru lagi þarf lega haugstæðisins að vera þannig, að
þangað renni ekki vatn, hvorki ofanjarðar eða neðan, og
snjóþyngsli séu þar ekki. Hilt tel ég skipta minna máli, hvort
um votviðris- eða þurrviðrissveitir er að ræða. í votviðris-
Iiéruðum er oftast borið á að miklu leyti að voriuu. Er þá til-
tölulega lítill áburður í haugstæðunum yfir sumarið og
Iiaustið, þegar mest rignir. Og venjulega hallar haugstæð-
unum inn frá dyrum þeirra, og er þá ekki mikil hætta á því,
að áburðarlögur tapist, ef haugstæðið er annars vatnshelt og
örugglega búið um dyr þess.
Ekki er ástæða til að a*tla, að mikið efnatap verði úr
haugum á annan hátt en með venjulegum mykjulegi, ef ein-