Búfræðingurinn - 01.01.1942, Blaðsíða 9
BÚFRÆÐINGURINN
7
sinni. ÞangaS sóttu menn frá ýmsum löndum, og breiddust l>ví kenningar
Thaers í'ljótlega út.
Samkvœmt moldarkenningu Tliaers var þa'ð ein aðalundirstaða land-
búnaðarins að skapa molcl i jarðveginum. Þess vegna var áriðandi að bafa
margt búfé og fá mikið af búfjáráburði. I hann átti svo að l>landa mó-
mold og öðrurn efnum af lifrænum uppruna. Thaer taldi, að liinar ýmsu
jurtir hefðu mismunandi áhrif á jarðveginn. Sumar, t. d. korn, tærðu
hann mjög að moldarefnum. Aðrar, t. d. belgjurtir, auðguðu hann af þess-
um efnum. Enn aðrar, t. d. rófur, voru mitt á milli. Thaer taldi þvi mikil-
vægt að rækta sem mest af belgjurtum. Kenningar Thaers liöfðu mikil
áhrif alla nítjándu öldina og jafnvel fram á ]>á tuttugustu.
Það leið ekki á löngu, áður en fræðimenn fóru að efast um gildi
moldarkenningarinnar. Um 1830 kveður þjóðverjinn K. Sprengel upp úr
með það, að jurtirnar þurfi steinefni sér til næringar og jafnvel einnig
köfnunarefni, og nokkru siðar leggur Frakkinn Boussingault áherzlu á
]>að, að köfnunarefni sé mikilvægur liður í næringu jurtanna. En sá, sem
fyrstur riðlaði fylkingum þeirra Tliaersmanna, var landi hans Justus von
Liebig (1803—1873). Hann taldi (um 1840), að jurtirnar lifðu á vatni og
þar í uppleystum steinefnum og af kolsýringi loftsins. Hann taldi einnig,
að köfnunarefni væri nauðsynlegt, en magn þess í jarðvegi og lofti nægi-
legt, svo að ekki væri nauðsynlegt að bera l>að á. í sambandi við þessar
kenningar setti Liebig fram lágmarkslögmál sitt, er síðar vcrður lýst.
Ilinni harðvitugu deiiu, er spratt upp milli ]>eirra Thaers og Liel>igs,
lauk með sigri Licbigs. Þó voru kenningar hans um köfnunarefnið rangar,
og það voru Englendingarnir Lawes og Gilbert, cr fyrstir sönnuðu það á
tilraunastöð sinni í Ilothamsted um miðja 19. öld, að köfnunarefnið er
eitt af liinuffi nauðsynlegu áburðarefnum.
Eftir að Liebig hafði þannig fullsannað, að moldin í sjálfu sér er
ekki jurtanæring, heldur ]>au efni, sem eru uppleyst í jarðvatninu, varð
mönnum það smám saman betur ljóst, að fleira er jurtanæring en bú-
fjáráburður. Var þá farið að framleiða margs konar efnasambönd tit
áburðar. Beinmjöl blandað brennisteinssýru (eins konar superfosfat) og
perúguano var byrjað að nota um 1840, Chilesaltpétur um 1850, kaiisött
um 1800, Thomasfosfat um 1880, Noregssaltpétur upp úr 1900, og á 20.
öldinni hafa komið fram fjöldamargar tegundir af tilbúnum áburði, bæði
einhliða og algildar, sem nú eru mikið notaðar, svo sem kunnugt er.
í fornsögum okkar er óvíða getið um áburð, og vita menn mjög litið
um liirðingu og notkun búfjáráburðar á fyrri tímum. Telja má vist, að
forfeður okkar hafi kunnað liirðingu og notkun áburðar, er þeir flutt-
ust bingað frá Noregi. Og líklegt cr, að meðferð áburðarins liafi litlum
breytingum tekið frá þeim tima og fram um aldamótin 1900. í Njálu er
]>ess að visu getið sem nýjungar, að Njáll ók skarni á hóla, en vafalaust
er hér ekki átt við húfjáráburð, heldur liklega salernisáburð. í Lax-
dælu og víðar er getið um salerni á þann vcg, að það hefur þótt teljast
til nýjunga, ef salcrni var á bæjum, og sumir telja, að þau séu fj'rsti
vísir til áburðarhúsa hér á landi.
Á síðustu árum hefur geymsla og notkun búfjáráburðar batnað til
muna. Kemur þetta meðal annars fram í því, að gert liel'ur verið allmikið