Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 25
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
23
í'i. Mjúkfax (Bromus mollis).
Sömuleiðis einær jurt. Grágræn og öll þakin mjúkum finum hárum.
JarSstöngullinn uppréttur. Blaðslíðrin lokuð, með nokkuð þéttum, stutt-
um liárum. Blöðin gishærðari en stráið, einkum fyrst. Sliðurhimnan
hunn og hcilrend. Blöðin uppvafin i brumlegunni. Punturinn nokkuð
útgi'eindur. Smáöxin stór og loðin með týtum, 5—7 hlóma, 30—70 cm
á hæð. Sprettur mjög ört, þegar hlýna fer i veðri, og her venjulega
þroskað fræ fyrst i ágúst. Fremur léleg fóðurjurt. Á hezt við þurrlendan
jarðveg, en er vel ræktanleg á öllum jarðvegartegundum. Getur gefið
mikið hey í fyrri slætti og sömuleiðis axherandi gras í 2. slætti. Þarf
að slá grasið snemma til þess að fá ætilegt hey. Heygæðin svipuð og
hjá akurfaxinu. Hefur ekki verið notað í fræblöndur, svo að vitað sé,
en getur vel komið í stað akurfaxins liér á landi, vegna þess að mjög
auðvelt er að rækta af því fræ. Útsæðismagn 40—45 kg á ha jvið hrein-
rækt.
15. Fóðurfax (Bromus inermis).
Jarðstöngullinn skriðull og greinist oft langt frá aðalplöntunni og
gefur því mikið af stöngullausum hlöðum. Getur orðið 60—100 cm há.
Stórvaxin og óþýð grastegund. Blöðin dimmgræn, lin og löng, einkum
hlaðsprotablöð, og um 1 cm á brcidd. Uppvafin (sivöl) hrumlega. Neðstu
blöð og blaðsliður eru á fyrsta vaxtarskeiði hærð. Slíðurhimnan stutt.
Punturinn stór og útgreindur. Er mjög varanleg og talin nægjusöm gras-
tegund. Hefur litið verið notuð í fræblöndur, en reynd nokkuð í gróðrar-
stöðvunum, einkum á Akureyri, og liefur reynzt þar vel. A sérstaklega
vel við þurran jarðveg og þurrt veðurfar. Breiðist út aðallega mcð rótar-
skotum. Á sandjörð liefur hún lieldur gisna rót. Setur venjulega fáa fræ-
stöngla. Ókunnugt, hvort liún nær fræþroska liér á landi. Tegund þessi
gefur fremur stórgerl og óþýtt hey og eklii talin sérlega gotl fóðurgras.
Erlent fóðurgras.
16. Snarról (Deschampsia cæspitosa).
Hefur uppréttan jarðstöngul, sem myndar þéttar, harðar þúfur.
Stráin hörð og aðeins blöðótt neðst. Blöðin venjulega dimmgræn,
flöt, með háum snörpum rifjum að ofanverðu, og hvítröndótt,
þcgar gegnum þau er horft. Slíðurhimnan löng og hrumlegan sam-
anlögð. Punlurinn stór, keilulaga, silfurgljáandi eða mógljáandi.
Hann er 40—100 cm hár. Byrjar að skriða seinni hluta júni. Ber
fullþroska lræ í öllum árum.
Þessi tegund er algeng um land allt og viða allrikjandi i göml-
um túnum, einkum þar, sem þau eru raklend eða skortir nægan
áburð. Byrjar snemma að spretta á vorin, en sprettur ekki ört, fyrr
en fer að hlýna i veðri. Harðger og varanleg slægju- og heitar-