Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 190
188
BÚ FRÆ ÐINGURIN N
að gagni koni. En þarna kom það í Búfr., eins og margt fleira,
liandhægt, ódýrt og gott. Eg hef notað þessa aðferð tvö und-
anfarin haust, og reynist hún ágætlega.“
Bjnrni Jónsson í Iíaga í Au.-Húnavatnssýslu skril'ar á þessa
ltið:
„Ekki hefur mér tekizt að fá nokkurn af nágrönnum mín-
um til þess að færa búreikninga. Er ég hræddur um, að nokk-
uð langt verði þangað til, að bændur fari að gera það almennt.
Þetta er slæmt, þvi að mitt álit er, að þótt það sé nokkurt
verk að færa búreikninga, þá borgi sig ekkert verk betur í
búskajmum en það, fyrir utan þá ánægju að hafa reiknings-
legt yfirlit yfir eigin atvinnurekstur."
Giiðmundur (iuðbjarnason í Arnarholti i Borgarfirði
sk rifar:
„Eg tel það mikla vörn gegn mosa i túnum að bera á að
haustinu og moka úr, áður en jörð frýs. Er langt síðan ég veitti
því eftirtekt, að minna ber á mosa í þeim túnum en í hinum,
þar sem borið er á að vetrinum eða vorinu. Þegar ég kom
hingað fyrir 8 árum, var mosi í dálitluin bletti hér í túninu.
Fyrstu árin bar ég á þetta seinni hluta vetrar og eilt árið til-
búinn áburð, og virtist mér mosinn aukast. Nú í 4 ár hef ég
borið á þetta fjóshaug að haustinu til og mokað úr á þiða
jörð, og er mosinn nú með öllu horfinn.
Ekki hef ég enn komið því í verk að draga heg upp á sleða.
Af engjum lief ég svo mikið á, að tveir hestar draga það ekki
upj) á sleðann. Hel' ég hlassið í tvennu lagi, vegna þess að
hestarnir draga það ekki í
einu lagi inn í hlöðuna.
Fyrir nokkrum árum
smíðari ég mér heggtu með
járnteinum. Tel ég hana
miklu hetri en venjulegar
tréýtur. Gerð hennar er
þannig:
Planlci (nr. 2 á rissinu)
er 2X2 þumlungar, lengd
2,75 m. Fyrir framan hann
er % þumlunga rör af sömu