Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 26
24
B U F RÆfil N G U R I N N
jurt, en myndar saman með öðrum gróðri hnúskótta grasrót. Ef
snarrótin er hreinræktuð, verður rótin þétt og slélt. Hefur i sam-
anburðartilraunum gefið svij)að heymagn og túnvingull. Meðaltal
5 ára hefur orðið (il hestar af ha. Heyið hefur reynzt næringarrikt,
sérstaklega af eggjahvítuefnum, og er það i samræmi við norskar
rannsólcnir. Rætur snarrótarinnar cru mjög djúpgengar, og jirífst
lnin þvi betur en margt annað gras þar, sem áburð skortir, en
eigi að síður þoiir hún vel mikinn og auðleystan áburð og gefur
])á blaðríkt og ætilegt hey, ef hún er slegin á réttn þroskastigi.
E.kki verðmæt tegund fyrir sáðsléttur, enda fræ ófáanlegt af licnni.
Grasmaðkur sækir sérstaklega í snarrót frcmur en annað gras, og
verða því snarrótartún hart úti, Jiegar su plága gengur yfir.
17. Skriðlíngresi (Agrostis stolonifera).
Mjög fíngert gras og breytilegt eftir skilyrðum. Hefur upi>-
réttan jarðstöngul ba*ði með undir- og yfirborðsrenglum.
Blaðslíðrin opin. Slíðurhimnan löng og rendur hennar oft tirj-
óttar. Blöðin flöt, með ávölum rifjum á efra borði, en slélt að
neðanverðu. Strástöngullinn venjulega knébeygður við rótina
og blöðin uppvafin í brumlegunni. Punturinn samanlagður
eftir blómgun og fingerður eins og grasið allt. Neðri ytri-
ögn á lengd við smáaxið. Venjulega 20—50 cm á hæð. Ber
sjaldan vel þroskað fræ.
Vex bezt á raklendum jarðvegi og þolir vel töluverða vor-
áveitu. Skriðlíngresið hefur mikið búnotagildi vegna þess,
hve algengt það er bæði í ræktuðu og óræktuðu landi. Er
ágætt fóðurgras, harðgert og varanlegt. Fræ af língresi (Eiorin-
græs) hefur allmikið verið notað í fræblöndur, en þess hefur
venjulega lílið gætt í heyi af sáðsléttum, að minnsta kosti
fyrstu árin. Sprettur freinur seint, en gefur fíngerða og góða
töðu. Er þolin og góð beitarjurt.
1H. Hálíngresi (Agrostis tenuis).
Er í ýmsu líkt undanfarandi tegund. Hefur uppréttan jarð-
stöngnl, sem oft er með stuttum, fínum jarðrenglum, en
mörgum, fremur gisstæðum, blaðsprotum, þar sem áburð
skortir. Blöðin flöt, oft ljósgræn, og blaðrendurnar oft niður-
orpnar. Brumlegan uppvafin. Slíðurhimnan stutt. Punturinu