Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 179
BUFRÆÐINGURI N N
177
fyrr en síðla sumars og fáar fyrr en koniið er fram á sumar.
Og fæstar tegundir grænmetis geymast, nema sumar í hæsta
Jagi nokkra daga eða vikur, svo að ekki er hægt að safna forða
til vetrarins. En sem betur fer, má benda á einfaldar leiðir til
að hæta úr þessum annmarka.
Hér á landi vaxa margar villtar jurtir, sem eru hver annarri
betri lil manneldis, enda hafa ýmsar þeirra verið notaðar til
matar að fornu og nýju. Meðal þessara jurta vil ég nefna fyrst
og fremst þær, sem ég hef notað sjálfur nú um nokkurra ára
skeið: fiflablöð, siirublöð, njóla og arfa. Þessar jurtir eru
snemmvaxnar, og með þeim er Jiægt að lengja neyzlutíma
grænmetis um eina tvo mánuði. Og fóllci er einmitt aldrei
meiri nauðsyn á nýju grænmeti en að vorinu og snemma sum-
ars, því að þá húa menn við mestan slcorl C-fjörefna, með því
að Jjæði kartöflur og mjólk eru þá orðin mjög snauð af þess-
um efnum. Mé>tstöðuafl manna er heldur aldrei minna en ein-
mitt í maímánuði, eins og kemur greinilega fram í því, að
dauðsföll eru flest i þeim mánuði (fæst í september).
Fiflablöð eru mikið notuð erlendis og eru talin með hezta
grænmeti, sem fáanlegt er, innihalda m. a. mikið járn.
Franskir sjóménn kunnu að notfæra sér þau, því að i Reykja-
vík og víðar sáust þeir oft á ferð með hnífkuta sína og stungu
upp fíflablaðaskúfana, fóru með þá út í slcip og borðuðu
blöðin sem salat.
Súrublöð eru einnig mikið notuð crlendis og etin hrá á
sama hátt og fíflablöðin. Líldega er þó ráðlegt að horða ekki
mikið af þeim, a. m. k. ekki þeim, sem hafa veikan maga. í
þeim er nefnilega talsvert af svonefndri oksalsýru, sem margir
þola illa, hún vill valda brjóstsviða, og er skaðleg l'yrir efna-
skipti líkamans eins og edikssýra og sumar aðrar sýrur.
Njólinn hefur löngum verið notaður hér á landi til mann-
eldis. í honum mun einnig vera talsvert af sýrum, sennilega
oksalsýra, og er því ekki ráðlegt að borða hann liráan. Bezt
mun vera að bregða lionum ofan í sjóðandi vatn 2—3 mínút-
ur, saxa hann síðan og setja hann í jafning úr mjólk og Jieil-
hveiti, matbúa hann m. ö. o. líkt og spínat.
Arfinn stendur hinum jurtunum sennilega ekki að haki um
C-fjörefni. Ég hef að vísu ekki séð þess getið, að hann væri
notaður iil matar erlendis. En hér á landi er mér kunnugt um
menn, sem hai’a borðað hann sér til heilsubótar, og læknar
12