Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 34
32
B Ú F R Æ Ð I X G U R I N N
árbökkum og annars staðar þar, seni liún vex í tiltölulega
þurru landi frá vori til hausts.
3. Tjarnarstör (Carex rostrcita).
Hefur rengiur á jarðstönglunum. Blöðin blágræn með upporpn-
um röndum. Karlöxin 2 eða fleiri, 2—3 sívöl, upprétt, lotin leggjuð
kvenöx. Blómgast i júlí. Vex aðallcga i kílum og tjörnum og er þar
stórvaxin mjög með gildum safarikum kólfum. Stórvöxnust af öll-
um þcim starartegundum, sem vaxa hér á landi. Tjarnarsjörin er
smávaxnari þar, sem hún finnst í venjulcgum mýrum, og ber þar
sjaldnast blóm. Hey af tjarnarstör er talið gott lianda mjólkurkúm,
ef hún er slegin á réttu þroskaskeiði, en óneitanlega er það mikill
galli, hve hún vex á miklu votlendi, þvi að aðalheimkynni hennar
eru grunnar tjarnir og kílar. Hún vex oft þar, sem of blautt er fyrir
gulstörina, meðfram vötnum. Algeng um land allt, en hefur mildu
minna búnotagildi en gulstörin.
4. Vetrarkvíðastör (Carex chordorrliiza (gulnefja)).
Hefur langskriðulan jarðslöngul með uppsveigðum eða skástæðum
hlaðsprotum. Blöðin kjöluö, langydd, oddmjó og ljósgræn. Smáöxin
blómfá. Vetrarkvíðaslörin er algeng um land allt í flóagróðri, einkum
]>ar, scm vatn stendur að mestu kyrrt. í Flóaáveitunni hefur liún liorfið
víða þar, sem áveita hefur verið og framræsla er nokkur, en helzt nokkuð
þar, sem illa er framræst og áveituvatn er grunnt.
Vetrarkvíðastörin er talin sæmilegt fóður, en stendur ]>ó töluvert .að
Jiaki þeim 3 starartegundum, sem að framan liafa verið nefndar. A Skeið-
uipm var þessi starartegund allríkjandi, áður en áveitan kom, en hefur
liorfið mikið við áveituna, því að rannsóknir sýna, að 30—40 cm djúpt
áveituvatn þolir liún ckki. Vcx aðeins þar, sem jarðvegur er með kyrr-
stæðu vatni og allbiautt upp í yfirborði.
5. Hrafnastör (Carex saxatilis (krummastör)).
Er með skriðuium, allgrófgerðum og sterkum jarðstönglum, og upp al'
])eim spretta margir blaðsprotar, gild og allhá strá, snörp ofan til, en
vaxa gisið. Blöðin fagurgræn eða dálítið bláleit, flöt og rendurnar lítið
upporpnar. Á stönglinum er 1 karlax, 1—2 stutt, sívöl, nærri hnöttótt
kvenöx, venjulcga legglaus. Öxin drúpa og hulstrið gljáandi mósvart,
nærri hrafnsvart. hessi tegund er allalgeng i mýrargróðri og einkum
þar, sem klófífa vex, enda gerir hún svipaðar kröfur til jarðvcgar og
raka. Þolir illa áveitu og gengur lir sér eftir vetraráveitu. I Flóanum
hefur hún horfið fyrr úr frumgróðrinum en fifan, og gefur það nokkra