Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 134
132
11 U F R Æ Ð 1 X G U R I N N
ur það stundum gersamlega verið út í bláinn, t. d. eí'tir lit
þeirra: skjóttir hestar, mórauðir lirútar, þrílitar kýr o. s. frv.
Stundum hefur það einnig verið ýmsum tilviljunum háð,
hvaða dýr hafa verið sett á og síðar notuð til undaneldis. Slíkt
ber að fordæma undir öllum kringumstæðum. Og í raun og
veru ber einnig að fordæma hópúrvalið. Skulu enn ])á færð
lyrir því nokkur rök.
Páll Zóphóníasson hefur rilað mjög athyglisverða grein í
44. árg. Búnaðarritsins um erfðir og kynbætur búfjár. Þá grein
ættu allir bændur að lesa. Þar likir Páll á skemmtilegan hátt
liópúrvalinu við „skollablindii“. Bezt er að skýra það með
dæmi. Bóndi, sem ekki hefur haldið ám sínum að vetrinum og
ekki merkt lömb sín að vorinu, velur sér hrút og ásetnings-
gimbrar að haustinu. Hann hefur ekkert við að styðjast nema
hið ytra útlit lambanna.1) Hann veit ]>ó ekkert, af hverju þessi
lömb eru fallegust. Það getur að vísu verið að einhverju veru-
legu leyti, að útlit þeirra hafi skapazt af erfðaeðli, en hitt er
þó a. m. k. jafnsennilegt og ekki sízt, þegar tekið er tillit til
þess, hversu óræktaður og ósamkynja íslenzki sauðfjárstofn-
inn er, að útlit haustlambanna skapist mest af þVí umhverfi,
er þau hafa lifað í yí'ir sumartímann, og alveg sérstaldega er
líklegt, að útlit þeirra erfist ekki til afkvæmanna. Meðal ann-
ars vegna þess, er nú var nefnt, er það að renna blint í sjóinn
að velja sér lífdýr, undaneldisdýr eða lcynbótadýr eftir ytra
útlitinu einu saman. Það er „skollablinda“, sem á elcki við í
búfjárræktinni.
2. Únxd eftir afiirðu.m (fóður- og afurðaskýrslur).
Eins og getið hel'ur verið hér að framan, eru það ýmsar af-
urðir dýranna, sem gera þau að lnifé. Kýrnar gefa mjólk, hest-
ar vinnu, sauðfé kjöt og ull, svín flesk, hænsnin egg o. s. frv.
Eftir magni og gæðum þessara aí'urða fer verðmæti búfjárins.
Fyrsta skilyrðið til þess að vita eitthvað um raunverulegt verð-
mæti hvers einstaklings er því að mæla, vega og mcta afurðir
hans. Hér gildir þó hið sama og um ytra útlit dýranna, að af-
urðir þeirra skapast fyrst og fremst af umhver.fi og erfðaeðli.
Nauðsynlegt er þvi, um leið og afurðirnar eru rnældar, að gera
1 ) Við skulum scgja, nð liann vclji sta-rslu, hyngstu og ]>að scm hon-
um l>yl;ir fallegustu lömhin.