Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 132
130
BÚFRÆÐINGURINN
yerður vikið að síðar, þá er það víst, að aðeins vegna inn-
flutnings á nálega 100 úrvalssilfurrefum frá Noregi haustið
1937 erum við nú samkeppnisfærir á heimsmarkaðnum, hvað
vörugæði silfurrefaskinna snertir. Svín og alfuglar hafa og
verið flutt hingað, án þess að til nokkurra vandræða hafi
horft.
Þessar staðreyndir og fleiri um aðra þá höfuðleið, sem ég
minntist á í upphafi, að i'lytja inn í landið búfé til kynbóta,
virðast mér vera naigar til þess að álíta, að sú leið sé okkur
ekki lokuð. Og með tilliti til þess, hve búfé okkar er lítið
ræktað og hve dýrt hlýtur að vera að kynbæta það og kyn-
festa í því hina verðmætu eiginleika án innflutnings, er sér-
stök ástæða fyrir okkur að rannsaka þá möguleika til hlítár.
Það eru sleggjudómar að úlíta, að við þurfum cndilega að flytja
inn sjúkdúma með dýrunum.
Hitt mun sanni nær, að allmiklar líkur eru til þess, að hið
útlenda fé myndi einmitt þola ýmsa sjúkdóma betur en ís-
lenzkt fé. Til þess bendir dálítil reynsla á Border Leicester
fénu, sem hér er. Og eftir reynslu annarra ])jóða að dæma
myndi einnig mega vænta þess, að íslenzkir bændur skildu
betur þýðingu og gildi búfjárkynbóta við það að fá til með-
ferðar afurðamikil, fögur, samstæð og ræktuð búfjárkyn í
stað þeirra ósamstæðu og óhreinu stofna, sem fyrir eru í
landinu. Þeir myndu sennilega margir þá og bæ.ta mcðferð
búfjárins og hætta að láta það tímgast meira og minna villt,
bæði heima og á heiðum uppi, eins og ennþá er ótrúlega al-
mennt meðal íslenzkra bænda.
VI. Kynbætur án innflutnings búfjár.
Þegar kynbæta á búfé, sérstaklega með þessari aðferð, verð-
ur að gera sér Ijóst, hvernig þau dýr eru, sem nota skal lil
]tess, hvaða eiginleikum þau eru gædd, hve miklum og hve
verðmætum afurðum þau skila og livort um nokkra og þá
hve milda kynfestu er að ræða. Enn fremur er nauðsynlegt
að taka tillit til, hvernig sú aðbúð er, t. d. vetrarfóðrun, sum-
arbeit, hirðing öll o. f 1., sein búféð lifir við, hvort líkur séu
til, að erfðaeðlið fái notið sín, eða að hin ytri aðbúð sé svo
slæm, að það ráði mestu um afurðagetu skepnanna.
Eins og að framan getur, má telja, að búfé okkar, a. m. k.