Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 185
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
183
taðan hér þurrkvönd. Þarf 4—6 þurrkdaga venjulega. Tíðar-
far var í meðallagi, ef til vill ekki sem liagstæðast, en langt
frá að vera i lakasta lagi. Allir bændur verða að verka minnst
þ's af gripafóðri sínu sem vothey (a. m. k. í liestsi og kýr).
Það er ódýrara, það eykur fjölbreytni fóðursins, það léttir
á heyskaparstríðinu, þegar illa viðrar, og jafnvel hvort
sem er.“
Guðmumhir Mngnússon uð Hóli i N.-Isafíarðnrsijslu skrifar
fíctta:
„Sundlaugin, sem byggð var hjá okkur 1932 (og getið er
uin í f>. árg. Búfr.), hefur starfað 1 2 mánuði á hverju sumri.
Hún er hituð með kolum, og kolaeyðslan 1—1,2 tonn á
viku. Ef til vill mundi liitinn notast betur, ef vatnið væri
leitl um alla laugina með pípum. (Nii ler valnið inn í ketil-
inn neðst í lauginni og út rétt neðan til við vatnsborðið.)
Laugin er óyfirbyggð enn.“
Þorsteinn Bjarnason ú Bjarnastöðam i Búrðardal skrifar
eftirfarandi samkvæmt ósk Búfræðingsins:
„Sumarið 1919 smíðaði ég hegskúffu úr blikki eftir fyrir-
inynd frá Hauk i Garðshorni, en mér fannst erfitt að færa
lieyið aftur í henni, svo að það sæti ekki í greiðu og spillti
slætti. Sumarið 1921 fór ég á búsáhaldasýninguna i Reylcja-
vík. Þar sá ég heyskúffu, sem Eggert Briem hafði smíðað,
og var hún i aðaldráttum þannig að gerð: J botninum var
galvaniserað girði, og var það fest með svolitlu millibili á járn-
tein, er var festur altan á greiðuna, en i kring var trérammi
með liðámótum að framan. Aftan í skúffurammanum var
snæri, sein honum var kippt upp með, þegar skúffan þótti
nægilega full.
Þegar ég kom heim af sýningunni, bjó ég mér til skúffu
og hafði hana þannig: tréramma á þrjá vegu, járntein að
framan, og var hann festur aftan í greiðuna. Svo strengdi ég
vír í botninn af járnteininum og í gaflinn að aftan, og jiá
varð botninn faslur við rammann. Þetta var frekar létt skúffa,
og heyið færðist fljótt og vel aftur í henni, en það var ekki
luegt að losa hana nema stanza hestana, og tafði það sláttinn.
Ég lél heyið úr skúffunni ávallt svo mikið til hliðár, að hvorki
hestur né vél træðu j)að niður, j>ar sem blautt yar.“