Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 117
B U F R Æ í) I N G U R I N N
115
ungur gefinn í einu nieð 8 klukkutíma millibili. Enn fremur
er gotl að gefa inn uppleystan reyrsykur. Nýlega er farið að
nota chloralhydrat ásamt sódadufti, og kvað það gefasl vel.
G. Ófrjósemi, — röskun á gangmálum.
Öf rjósemi getur verið meðfædd, og eru þá æxlunaríærin
vansköpuð eða vanþroskuð. Slíkt á sér t. d. stað, ef um tvíbura
er að ræða sinn af hvoru kyni. Kvígukálfurinn er þá hér um
bil alltaf ófrjór (bolakálfurinn ekki). Oftast kemur ófrjósemi
fyrir í sambandi við sjúkdóma í skeið, legi, eggjastokkum eða
eggjaleiðurum. Enn fremur getur truflun á starfsemi innri
kirtla og vöntun vissra efna i fóðrinu valdið ófrjösemi. Er-
lendis er smitandi fósturlát langtíðasta orsökin til ófrjósemi í
kúm (Brucella abortus, Trichomoniasis o. fl.). Hér á landi
kemur sú orsök ekki til greina, þar eð smitandi fósturlát er
ekki til í kúm á íslandi, svo að vitað sé.
'I'il þess að kýrin sé arðsöm, þarf hún m. a. að eiga kálf á
liverju ári. Langoftast er það talið rýra arðsemina, ef kýrin
„færir á sér“ og meira en ár líður milli burða. Það er eðli-
legt, að kýrin „beiði“ eða „gangi“ 6—8 vikum eftir burð. Það
keinur að vísu lyrir, að kýr „beiða“ 8—4 vikum eftir burð
og hafnast strax á fyrsta gangmáli, en slíkt kemur sjaldnar
fyrir.
Oft kemur það fyrir, að kýr „ganga ekki“ á eðlilegum tíma,
„liggja niðri“, eins og það er kallað, eða þær „ganga upp“ eða
„halda ekki“. Til hægðarauka vil ég flokka kýr með ófrjó-
semi eða röskun á gangmálum í 8 flokka. Flokkun þessi er að
vísu ekki nákvæm, og má sjálfsagt ýmislegt að henni t'inna:
1) Kýr, sem beiða ekki eða liggja niðri. — Orsakir: a) gul
ber í eggjastokkunum (corp. lut. persist.), b) vöntun l'jörefna
lA og E) í fóðrið, c) vöntun steincfna í fóðrið.
2) Kýr, sem beiða reglulega, en halda ekki. Orsakir: bólga
í skeið eða legi.
8) Kýr, sem beiða óreglulega eða leika á riðli og halda ekki.
Orsakir: vessablöðrur eða önnur æxli í eggjastokkunum.
Vitanlega koma fleiri orsakir til greina, sem valdið geta
ófrjósemi um lengri eða skemmri tima. En þær, sem að ofan
greinir, munu algengastar í kúm hér á landi.
1) Eggin, sem myndast í vökvafylltum blöðrum í eggjai-