Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 143
Fjárhús úr járni.
Sú skoðun hefur lconiið fram hjá mörgum góðum fjár-
mönnum fyrr og síðar, að það ætti mjög illa við beitarfé að
ttúldast inni í heitum, loftlitlum og þröngum húsum á inilli
þess, sem það stæði á beit í misjöfnum veðrum. Telja þeir,
að í því tilfelli eigi elcki við málshátturinn: Hitinn er á við
hálfa gjöf —, heldur þvert á móti. hað er því slcoðun þessara
manna, að fjárhús á beitarjörðum þurfi fyrst og fremst að
vera rúmgóð og vel loflræst og þá geri kuldinn fénu elckert til.
jafnvel þótt dragsúgur fylgi i lcjölfar hans. Mjög álcveðið hef-
ur Jiessi slcoðun meðal annars komið fram hjá Páli Stefáns-
syni frá Þverá, nú stórkaupmanni í Reykjavik, en hann var á
sinum tíma viðkunnur fjármaður.
Fyrir rúmum 10 árum lél Páll bvg'gja fjárhús úr járni á
eignarjörð sinni, Síðu i V.-Húnavatnssýslu, og um svipað
leyti reisti Gunnlaugur Þorsteinsson læknir slík fjárhús á
Höfða í Dýrafirði (1932). Það er Jiví Jiegar komin noklcur
reynsla á Jiau. Skal hér á eftir skýrt frá henni í stórum drátt-
um. Sums staðar eiga bændur et' til vill völ á sæmilega góðu
og ódýru járni úr herbúðum hins erlenda setuliðs. Og liins
vegar er elcki óhugsandi, að fjárhús úr slílcu efni yrðu ódýrari
og belri en steinsteypt hús, þótt kaupa yrði efnið nýtt.
Hér fer á eftir frásögn Sölva Guttormssonar að Síðu um
húsin þar:
„Húsin eru 15,8 m að lengd, 12,0 m að lireidd, 2,50 m að
vegghæð, en 4,45 m há í miðju. Króarbreiddin er 2,35 m.
Undir veggi er steyptur sökkull, sem er 0,60 m á hæð til hlið-
anna, en lægri að framan. Veggurinn milli húsa og hlöðu, sem
er gerð úr sama efni, er jafnhár og veggir húsanna, en þar
fyrir ofan er opið á milli. Að öðru leyii eru húsin úr járni,
liæði grind og klæðning. Fimm járnbogar halda Jialcinu uppi.
A þeim eru langbönd lir járni, en á Jiau er þakjárnið fest með
þar til gerðum krökum. Járnið á veggjunum er fest á sama
hátt. Klæðningin er venjulegt bárujárn. Á Jiakinu eru 19