Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 181
B Ú F H Æ Ð I N G U R I N N
179
ekki að haki öðru grænmeti, og væri ástæða til að rækta þær
snemma að vorinu vegna blaðanna einna. Þeir, sem rækta
ekkert grænmeti, geta notað hinar villtu tegundir fram eftir
öllu sumri, en jafnframt verður að velja nýsprottin blöð, því
að þau tréna með aldrinum. Mánuðina júlí til september er
úr nógu að velja. Þá má, ef salat eða önnur græn blöð eru al'
skornum skammti, nota kál af næpum eða gulrófum, ýmist
lirátt eða í jaliiingi eða grautum. Hvort tveggja þetta er hinn
bezti og saðsamasti matur. Rófnakál, skarfakál og fleira græn-
meti var áður fyrr víða geymt í súrmjólk eða súru skyri, og
er þetta vafalaust ein bin bezta geymsluaðferð á nýju græn-
meti og gerir mönnum kleift að nota það mikinn Jiluta ársins.
Hvítkál getur oft staðið óskemmt í görðum langt fram á
haust og geymist nokkrar vikur í góðum geymslum. Það má
borða bæði hrátt og soðið, innstu blöðin eru sérstaklega ljúf-
feng hrá, safamikil og ísæt. Margir salta hvitkál og geynia
það þannig allan veturinn. En þar er sá gallinn á, að sallið
skemmir kálið, svo að það verður ekki svo hollt sem skyldi.
'l'il er önnur aðferð til geymslu á hvítkáli, sem er í því fóígin
að láta það siirna sjálft. Þetta er kallað súrkál (,,sauerkraut“
á þýzku) og er notað ákaflega mikið í Þýzkalandi. Það varð-
veitir öll efni hvítkálsins óskert, þar á meðal C-fjörcfni, og
geymist fram á vor.
Þá er ótalið það grænmetið, sem ég hef mestar m.ætur á,
m. a. vegna þess, að það er eina grænmetistegundin, sem gei-
ur staðið fdi í garði óskemmd fram eftir öllum vetri. Það er
grxnkáliÖ. Það mun vera næringarmeira en ílestar aðrar teg-
undir grænmetis, jafngildir kartöflum að næringargildi,
þegar reiknað er í hitaeiningum, en hefur auk þess mjög
mikið af C-fjörefnum ásamt ýmsum öðrum nauðsynlegum
efnum. Það er mjög auðræktað, og með því er hægt að frain-
lengja neyzlulíma grænmetis um marga mánuði. Það má nota
í súpur og jafninga á sama hátt og spínat og njóla, og lielzt
ætti ekki að sjóða það, ef menn þola það hrátt. A minu heimili
er það daglega á borðum, aðallega niðursaxað hrátt með
rúsinum, eins og að framan er lýst.
Þá er réll að minná menn á berin, sem er ekki gefinn sá
gaumur sem skyldi. En þau eru liið mesta hnossgæti og mikil
C-fjörefnislind, einkum krækiberin. Fólk ælti að borða þau
ný, ineðan jiess er kostur, og spara þau ekki við sig.