Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 75
___________ B Ú F R Æ Ð I N G U R 1 N N_________________73
sjálfhreinsi-þreskivélar hingað til lands, siðan kornrœkt hófst.
Vélar, sem fyrst voru fluttár inn, voru frá Noregi, „Björne-
rúd F“, og hat’a reynzt ágætlega, og eru nú 4 slíkar vélar til
í landinu. Sú i'yrsta kom til Sámsstaða 1929. Þá hafa 3 danslc-
ar þreskivélar (Dania) verið fluttar inn og einnig reynzt vel,
en þær eru minni en Björnerud F og voru helmingi ódýrari,
en afkasta eklíi eins iniklu og þær norsku vélar, sem fyrst
voru hingað fengnar. Auk þess háfa verið íiuttar inn all-
margar handþreskivélar og hreinsivélar, sem eru afkasta-
minnstar, en geta þó gert sitl gagn, þar sem ekki er um hetri
vélar að ræða.
Við þreskingu með vélum verður að gæta þess að greiða
vel í vélarnar, en láta ekki lcornstöngina fara í flygsum inn i
vélina. Þó að góðar sjálliireinsandi vélar flokki kornið í 2—3
stærðir, er nauðsynlegt að hreinsa betur stærsta flokkinn
(nr. 1) en vélin gerir, því að ávallt fylgir eitthvað af smáum
kornum í nr. 1. Þar, sem ekki eru lil kornflokkunarvélar, get-
ur verið gott að kasta korninu lil á rúmgóðu trégólfi. Það
korn, sein lengst fer, er stærst, en það léttara fellur næst
manni. Til útsæðis er því rétt að taka það kornið, sem
lengst fer, því að það er þyngst og ríkast af mjölva (forða-
næringu). Það spírar því hezt.
Oft getur korn (einkum hafrar og rúgur) verið of hrátt og
vatnsmikið til geymslu í pokum yfir komandi vetur, og verð-
ur þá að haga geymslunni eftir því. Korn, sem er með 16—
20% vatnsmagni í sér, gevmist illa í pokum. Verður því, ef
ekki er kostur á að þurrka það við ofnhita eða á annan
liátt, að geyma kornið á trégólfi og hregfn ]>nð öðru hverju
yfir veturinn, kasta því til og hafa kornið í þunnu lagi, 10—
30 cm þykku eftir því, hvað rakt það er. Oftast mun vera
hæfilegt að hreyfa kornið 1—2 sinnum á viku og bezt að
framkvæmá ummokstur þess í svölu og þurru veðri, síður í
rigningu eða mjög rakamiklu veðurlagi. Ætti því að hreyt'a
kornið snemma morguns eða á kvöldin, því að þá er kaldara
en um miðjan daginn, því að heitt loft hefur meiri raka en
kalt, en við útloftun dregur kornið til sín raka frá loftinu, ef
]>að er vatnsmeira en kornið, en þornar, ef loftið er þurr-
ara. Rannsóknir Iiafa sýnt, að ef lofthitinn er 20°, inniheldur
rúmmetri lofts 17,2 g af vatni. En sé lofthitinn 0°, þá að-
eins 4.9 g vatns. Sést á þessu, að töluverður munur er á