Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 129
BÚ FRÆÐINGURINN
127
Portúgal, Vcstur-Indium og Kína. — En alveg sérstaklega fluttu
Reir inn mikið af svínum frá Englandi á síðasta fjórðungi aldar-
innar. Ástandið i svínarækt Dana var þá þannig, að aðaluppistaðan
í svinastofni þeirra var hið svokallaða danska landssvin, að vísu
nokkuð íblandað og kynbætt af innfluttum svínum. A þessum tima
var að opnast víður markaður fyrir flesk, ,,bacon“, í Englandi.
Fleskið af dönsku svinunum fullnægði hvergi nærri þeim kröf-
um, sem ensku neytendurnir gerðu til jiess. En Englendingar böfðu
])á komið sér upp hreinræktuðum svinakynjum, scm gáfu af sér
fyrsta flokks „bacon“, eins og Englendingar vildu, að það væri.
Danir hófust þá handa um innflutning á enskum svinum í stórum
stil. Fyrst voru þau notuð til einblendingsræktar með dönskuiu
svínum og framleiddu á þann hátt miklu betra og verðmeira flesk
fyrir enska markaðinn en áður, — Fljótlega kom í Ijós, að sam
hliða einblendingsræktinni átti sér stað nokkur l)löndun ensku
svinanna í liinn gamla danska stofn. Jafnframt var þó og er enslui
svinunum lialdið hreinræktuðum í landinu. Danir telja sig hafa
haft ómetanlegan hag af þessum innflutningi, bæði beinan og
óbeinan, ■—- óbeinan á þann hátt, að eusku svínin urðu eins konar
fyrirmynd fyrir kynbætur og ræktun hins gamla svinastofns, sem
fyrir var í landinu.
Danir hafa flutt inn allmikið af hestum til ræktunar og notkunar
í Danmörku. Mesta hagnýta þýðingu hefur belgíski dráttarhest-
urinn haft. Hann er og talinn vera með beztu dráttarhestum heims-
ins. í Danmörku er nú allt að þvi helmingur hinna þungu dráttar-
hesta af þessum belgiska stofni.
Józki dráttarhesturinn, sem að vísu er talinn að vera af dönsk-
um uppruna, á þó raunverulega rót sína að rekja i þeirri mynd,
sem hann er nú, til stóðhests, sem var fluttur inn frá Englandi
árið 18(52.
Danir hafa ennfremur flutt inn aílmikið af smáhestum frá ís-
landi, Noregi, Rússlandi og Eystrasaltslöndunum, ásamt léttum
keyrslu- og hlaupahestum annars staðar að. Þeir telja, að inn-
flutningur þeirra á hestum hafi gerl hrossarækt þéirra mikið
giign-
Að siðustu má svo geta þess um Dani, að þeir hafa flutt inn
nautgripi, sauðfé og alifugla lil kynbóta og eru nú taldir einhverjir
snjöllustu búfjárræktarmenn heimsins.
Noret/ur. Eins og kunnugt er, mun islenzka búféð upprunalega
að mestu flutt hingað frá Noregi. Staðhættir, lífs- og ræktunar-
skilyrði j)ess eru að ýmsu leyti lik i Noregi og á íslandi. Meðal
annars vegna þess væri ástæða lil að kynna sér reynslu NorÖ-
manna á innflutningi búfjár, blöndun erlendra búfjárkynja við
norska lniféð og hreinræktun þeirra við norsk skilyrði. Skal