Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 104
102
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
i júgrið nokkru fyrir burðinn, er ekki júgurbólga, heldur oft-
ast nær eðJilegt (fysiologiskt) fyrirbrigði og stafar af liindr-
aðri blóðrás frá júgrinu seinast á meðgöngutímanum. Bjúgur
jtessi er einkum algengur í fyrstakálfskvigum, og ber venju-
lega á honum viku til hálfum mánuði fyrir burð, en hverfur
oftast af sjálfu sér á svipuðum tíma eftir burðinn. Oftast er
bjúgurinn neðan og aftan á júgrinu, og ef mikil brögð eru að,
nær hann fram á kvið og upp undir skeiðarop. Getur kúm
])á stundum orðið óþægindi að bjúgnum (stálmanum) og eiga
erfitt með að leggjast. Þegar svo stendur á, er rétt að bera
einhverja hreina og góða l'eiti á júgrið, júgursxnyrsl eða þ. 1.
— Sé júgrið álcaflega fyrirferðarmikið vegna bjúgs, verður
að mjólka kxina fyrir burð. Til þess að flýta fyrir, að bjúgur-
inn hverfi eftir burðinn, er gotl að mjólka kúna 3—4 sinnum
á dag. En eins og áður var frá skýrt, þarf bjúgurinn sjaldnast
nokkurra aðgerða við. Bjúgurinn þekkist alltaf á þvi, að hann
er deigkenndur og tekur í sig l'ar, ef stutt er á hann með
i'ingri.
Aðgreining júgurbólgu í bandvefsbólgu og kirtilbólgu er að
ýmsu leyti óheppileg. Þessar 2 bólgutegundir eru oft sam-
timis i júgrinu og takmörkin milli þeirra hvergi nærri skýr.
Réttara er að ákveða júgurbólguna eftir því, hvaða sýkla-
tegund veldur henni, en júgurbólga er langoftast af völdum
sýkla og smUandi. Ýmsir sýklar valda júgurbólgu, t. d. Strep-
tokokkar, Slaphylokokkar, Mikrokokkar, Bacterium coli og
Bacillus jxyogenes. Einnig getur berklasýkillinn valdið júgur-
bólgu, ef hann nær bólfestu í júgrinu. Gera má ráð fyrir, að
júgurberklar séu ekki lil hér á landi, enda hafa berklar í naut-
peningi hér aðeins fundizt í örfáum tilfellum og sýkingin þá
stafað frá fólki, en út í það verður ekki nánar farið hér. Árið
1939 berklaprófaði ég um 300 kýr, og reyndust ])ær allar
ósýktar. Að júgui-berklum undanskildum er júgurbólga sii,
sem orsakast at Bacillus pyogenes, langsamlega illkynjuðust,
og verður alltaf að lóga þeim kúm, sem þannig sýkjast. Eng-
ar innlendar sýklarannsóknir eru lil varðandi júgurbólgu
liér á landi, en sennilegast er, að oftast stafi jiigurbólga af
Streptokokkum og Coli-bakterium. Annars er þetta rannsókn-
arei'ni, sem bíður úrlausnar eins og svo margt annað varð-
andi 1 > ú fj ár s j ú kdórna.
Eins og áður hefur verið frá skýrt, eru það langoftast sýkl-