Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 76
74
B Ú F U Æ Ð IN’GURI N N
vatnsmagni loftsins eftir liitasligi þess. Við liirðingu á korni
i bingjum l)er að gæta eftirtalinna atriða:
1. Ef lofthitinn úti er hærri en i kornbingjunum, á að gæta
þess að hafa glugga og hurðir lokuð í geymslurúminu,
og eins ef rigning er eða þoka.
2. Ef lofthitinn líti er lægri en i korninu. er gott að opna
hurðir og glugga, svo að loftblástur geti leikið um korn-
ið, og er þá jaínhliða nauðsynlegt að hreyfa l>að, kasta
því til með skóflu.
7. Val og rannsókn á kornútsæði.
Við akuryrkju þarf að gæta þess að nota ávallt gott útsæði.
hvort seni það er fengið frá öðrum' löndum eða af innlendri rækl-
un. Ef um erlent kornútsæði er að ræða, er nauðsynlegt, að vör-
unni fylgi gæðavottorð frá viðurkenndri frærannsóknarstofnun.
Gæðavottorðið þarf að taka til eftirfarandi atriða:
1) hvert sé rétt nafn korntegundarinnar,
2) hvort útsæðið sé hreint,
3) hvert sé grómagn kornsins,
4) hvert sé vatnsinnihald ]>ess,
5) hver sé kornþyngd og rúmþyngd (kornþyngdin er gefin upp
i 1000 korna vigt í g og rúmþyngdin i hl, þ. e. hve 100 lítrar
al’ korni vega mörg kg),
0) hvort varan sé heilbrigð.
Skulu nú þessi atriði skýrð nánar.
1) Nauðsynlegt er að vita um nafn á vörunni, kornafbrigði og
tegund. Til ])ess að ákveða það eru ýmis einkenni kunn, svo
sem illgresisfræ og sandkorn, sem oft fylgja korninu. Sta'rð
og litur kornanna er lika einkenni o. fl.
2) Hve varan er hrein, skiptir miklu, því að ef mikið er af ill-
gresisfræi eða öðru óvelkomnu, eins og ögnum, hálmbútum
o. fl., rýrir það gildi sáðvörunnar.
3) Mikilvægast er grómagnið, ]>ví að á þvi veltur, hvort kornið
er nothæf til útsæðis. Grómagninu er skipt i tvennt: a)
Hundraðstala af því korni, sem spírar á fyrsta þriðjungi
grótíma tegundarinnar, og nefnist það gróhraði kornsins;
h) sú bundraðstala, sem spírar siðari helming eða % gró-
tímans, og er það korn minna virði til útsæðis en það, sem
fyrst spírar. Ef a og 1) er lagt saman, kemur út grómagn
sáðvörunnar.
4) Þurrefni sáðvörunnar er alriði, sem miklu skij)tir fyrir
geymslu kornsins. Ganga má að því vjsu, að kornvara, sem