Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 112
110
B U F R Æ 1) L N G U R I N N
kenningu, að doðinn stafaði af eiturmyndlm í júgrinu. — Um
eitt skeið var þvi haldið fram, að doðinn stafaði af drúfu-
sykurskorti í blóðinu. En nú virðist sú skoðun viðurkennd,
að orsölc doðans sé kalsíiimskortur, eins og áður var tekið
fram. Við liina skyndilegu og öru mjólkurmyndun í júgrinu
um burðinn minnkar kalsíumforði blóðsins, og gengur það
kalsium tit mjólkurinnar. Talið er, að kýr með doða hafi um
helmingi minna kalsíum í blóðinu en eðlilegt er. Samkvæmt
rannsóknum, birtum 1939, er eðlilegt lcalsiummagn blóðsins í
heilbrigðri kú að meðaltali 10—11 mg %. Minnki kalsium-
magnið niður í 6 mg % eða niður fyrir það, má búast við
doða. Enn fremur hafa rannsóknir leitt það í ljós, að skjald-
kirtillinn, en sérstaklega þó aukaskjaldkirtillinn, ráði miklu
um kalsíumjafnvægið í blóðinu. Það hefur verið sannað, að
við loftdælingu í júgrið eyðist kalsíumforði hlóðsins. Einnig
er hægt að lækna doða með því að dæla upplausnum vissra
kalsíumsalta inn í hlóðið. Verður vikið að því seinna. Sá
maður, sem einna mestan þátt hefur átt í þessum rannsókn-
um, er Hollendingurinn prófessor Sjollema.
Einkenni doðans koma ekki alltaf 1‘ram með sama hætti.
Oftast veikjast kýr skömmu eftir burðinn, venjulega á fyrstu
þremur dögunum frá burði. Stundum fá þó kýr doða rétt
fyrir burðinn eða með kálfssóttinni (þá dregur úr sóttinni).
Þess eru einnig dæmi, að kýr fái doða nokkrum vikuin eða
jafnvel mánuðum eftir burð, en fremur er það sjaldgæft. —
VTerður þá fyrst skýrt frá einkennum doðans, eins og þau
koma oftast og venjulega í ljós. Fyrstu einkenni doðans eru
lystarleysi eða fullkomið átleysi, tregar og oft nokkuð harðar
(þurrar) hægðir eða hæðgaleysi. Ivýrin verður óróleg, stjáklar
og stendur gleitt með framfætur. Úr þessu fer kýrin að riða
að aftan, og titringur kemur í hana. Loks dettur hún, gerir
tilraunir til þess að standa upp, en árangurslausar. Þá l'ærist
mók yfir kúna, hún heldur varla höfði eða ekki. Hálsinn er
oft beygður aftur með hlið. Sé hann réttur og höfðinu snúið
fram, þá sígur höfuðið í sömu skorður, jafnskjótt og því er
sleppl. Stundum styður kýrin neðrikjálka á jötubarminn eða
á gólfið, eða hún liggur á hliðinni og te.ygir frá sér alla fætur.
Augun er dauf, vot og innfallin. Hornhimnan tilfinningarlítil
eða tilfinningarlaus, þannig að kýrin lokar ekki augum, þó að
hornhimnan sé snert, — kýrin liggur sem dauð væri. Slagæðin