Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 92
90
B Ú F R Æ Ð 1 N (i U H 1 X N
hverrar tegundar, einkum þeirra tegunda, seni rétt er á tak-
mörkuni, að hægt sé að rækta fra> af. Og vérður þeirra getið
síðar. Við sáningu grasfræsins verður að gæta þess að fella
l>afí ekki of djúpt niðar. 1—-2 cm sáðdýpi í leirmóajörð er
venjulega had'ilegl, örlílið dýpra í sandjörð. Hentugast er að sá
fræinu í raðir með handsáðvél og hala þær nieð 50 cm bili,
þannig að auðveh sé að raðhreinsa með hestaraðhreinsara.
En mjög er áríðandi, að raðhreinsunin sé framkvæmd 2—3
sinnum á sumri og að vorinu fram að þeim tíma, setu tegund-
irnar verða fullskriðnar. .Tafnhliða raðhreinsun gelur oft verið
nauðsynlegt :ið laga til og hreinsa með arfasköfu og stinga
burtu óvelkomnar grastegundir, sem vilja konia í raðirnar.
(Tagnvart hreins.un á fræinu eftir þreksingu er mikilsvert, að í
akrinum hafi vaxið aðeins ein tegund. En lil ]>ess að svo sé,
þarf að vaka vel yfir þvi, að sú tegund, sem fræ er ræktað af
í hvert skipli, sé ekki btönduð öðrum tegundum. Þó getur oft
verið erfitt að ráða við þetla á gömlum fræökrum (3—5 ára
gömluni og eldri). Hirðing fræakursins er i því fólgin, að vak-
að sé vel yfir því, að illgresi fái ekki yfirhönd, og er einkum
að varast ltieði haugarfa og hjartarfa í landi, sem verið hefur
lengi i forra'kt. Einnig gleymmérei og vegarfi eru illgresi, sem
lika verður að halda niðri, en með raðhreinsun og handhreins-
un verður þelta tiltölulega auðvelt, ef verkið er framkvæml
nógu snemma.
ö. Vppskera or/ breskinr/.
Fræþroskunin verður venjulega 3 —4 vikum síðar hér á landi
en t. d. i Danmörku og suðurhluta Noregs. í meðalsumri þrosk-
asl flestar grastegundir fyrri hluta ágústmánaðar, en svo getur
þetta breytzt í köldum sumrum, svo að fræ flestra tegunda er
ekki þroskað fyrr en síðast i ágúst og alveg fram að miðjum
september. Ryrja her fr;euppskeruna, þegar stráið undir axinu
cr orðið gult o</ hart. Fræin eru þá farin að verða laus í öx-
tiniini, en nokkuð misjafnlega eflir tégundum. Annars getur
oft verið dálítið erfitt að.laka fræið á þeim tíma, sem það er
hæfilega þroskað, því að el' mikil votviðri ganga, verður að
bíða með fræskurðinn, unz þornar til, og getur ]>á stundum
orðið svo, að fræið sé orðið það mikið þrosltað, að mikið fari
forgörðum við slált og hindingu stangarinnar.