Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 176
174
BÚ FRÆÐINGURINN
hæð, og þess vegna með ölln óvinnandi með nokkrum hey-
vinnuvélum. Strax fór að bera á því, að áveitan sléttaði landið
mjög, og eftir ö—10 ár var landið sums staðar orðið svo greið-
fært, að fara mátti yfir það með sláttuvél. Að visu slóst það illa
fyrstu árin, en sláttuvélin og áveitan unnu í sameiningu, og nú
er sums staðar orðið vinnandi með hvaða hevvinnuvél, sein er,
]>ar sem áður var þýft land. Þetta er ákaflega mikill kostur við
áveituna og gerir það að verkum, að naumast mun svara
kostnaði, þar sem áveitan er nægilega djúp, að viðhafa aðrar
sléttunaraðferðir. Ingólfur telur, að vatnið vinni að sléttun
landsins aðallega á fjóra vegu:
а) Mosinn eijðist, og við það Iækkar liver þúfa.
h) Klakinn þrijstir þúfunum niður. Þetta á við þar, sem
vetraráveita er notuð og vatnið er ekki öllu grynnra en 30 cm.
Kemur þá allþykkur klaki á áveituhólfin á vetrum, og fái
vatnið tóm til að síga undan, leggst hann sem þungt farg niður
á þúfurnar og þrýstir þeim niður.
c) Kcgar grugg er í áveituvatninu, botnfellur það aðallega í
lautir og vinnur þannig að því að fylla þær.
d) Vatnið skolar utan úr þúfunum og ber í lautirnar. Þetla
sést einkum á takmörkum áveitulands og lands, þar sem engin
áveita er.
4) Dgpt áveituvatnsins mun hentugust kringum 30 cm, má
helzt ekki fara yfir 40 cm nema að vetrinum til, þá er gott, að
vatnsdýptin sé um 50 cm.
5) Uppskcran af áveitulandinu er árviss. í þurrka- og kulda-
vorum sþrettur áveitulandið næstúni eins vel og þegar hlýtt er
og rakt. Sé áveitan vel hirt, getur ekki verið um uppskerubrest
að ræða. Að þessu leyti er áveitulandið jafnvel öruggara en
tún.
б) Áveitulönti þurfa uppþurrkun. A Flóaáveitusvæðinu eru
alls staðar skurðir meðl'ram flóðgörðunum, þar sem þeir hafa
verið hlaðnir svo sem vera ber. Verka þeir sem framræslu-
skurðir, strax og vatninu er hleypt af. Telur Ingólfur, að í Fló-
anum þurfi ekki meira af skurðum til uppþurrkunar en tvi-
stungna skurði meðfram flóðgörðum, enda sígur vatnið þar
tiltölulega l'ljótt niður, eins og áður er lekið fram, vegna
hraunundirlagsins.
7) Vetraráveita eða voráveita. Þar, sem valllendisgróður er
ráðandi, mun sjálfsagt að viðhafa voráveitu, en þar, sem starir