Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 44
42
BUFRÆÐINGURINN
tíma. Og vegna þess að kornrækt er liér á landi því aðeins fram-
kvæmanleg, að snemma sé sáð, mundu aðrar ræktunarfram-
kvænulir fylgjast með. En vegna þeirrar óreglu, sem er t. d. á sáð-
tíma á grasfræi fyrir túnrækt, tapast stórkostleg verðmæti ár hvert,
miðað við allt landið.
í öðru lagi mundi kornræktin koma með verðnuett fóður bæði
í korni og hálmi. Á Suðurlandi getnr hafrarækt komið með not-
hæft korn til mjólkurframleiðslu, og nóg höfum við landrými til
að framleiða þar allt það haframjöl, sem notað yrði í landinu,
auk þess sem byggrækt getur komið í stað þess kornfóðurs, sem
uú er inn flutt til mjólkurframleiðslunnar. Að vísu má ætla, að
iæktun þessara korntegunda hregðist að einhverju leyti ár og ár,
cn þá væri kornræktin að öllu leyti fóður fyrir búfé, en til mann-
eldis yrði þá að flytja inn það, scm innlenda framleiðslan gæti
ekki látið í té þau árin, en það er ekki nema það, sem viða er
gert í þeim löndum, sem liggja norðarlega á hnettinum, en stunda
samt akuryrkju.
I þriðja lagi skapast við kornyrkjuna (þó að eigi sé nema af
þeimi tegundum, er hér hafa verið ncfndar) mikil vinna og iðn-
aður varðandi mölun á korni og jafnvel aðrar breytingar á því til
mannafæðu.
í fjórða lagi hefði akuryrkjan mikilvægt gildi fyrir lúnrækt og
garðrækt og kæmi á hagkvæmari ræktun jarðarinnar en nú er al-
menn. Fært mundi reynast að búa á minna landi og framleiða fjöl-
breyttari nauðsynjavörur úr islenzkri mold en nú á sér stað. Það
mundi ennfremur opnast greiðari leið en nú er fyrir landnámi
nýrra nytjajurta, t. d. hörrækt, grasfrærækt og ræktun sáðskipta-
graslenda þar, sem taðan er að Vs—Vs rauður smári. Með öðrum
orðum: Það mundi skapast alveg ný og hagfelld ræktunarmenn-
ing, er leiddi af sér það að fullnægja flciri þörfum þjóðfélagsins
og auka á þann hátt þýðingu landbúnaðarins sem atvinnuvegar.
í fimmta og síðasta lagi mundi kornræktin auka fóðurfram-
leiðsluna í landinu, og væri þess sannarlega þörf vegna fóðrunar
búpeningsins og tryggingar fyrir því, að síður yrði horfellir. Til
þess að finna betnr orðum mínum slað er handhægast að taka
dæmi: Bóndi, sem rælctar 1 ha af byggi, fengi í meðalári 45 hesta
af hálmi og 20 tn af byggi. Hálminn notar hann lianda búfénu, en
kornið geymir hann fram yfir nýár og hefur i huga að selja það.
En ef harður vetur verður, selur liann það ekki, en notar það til
fóðurs. Er því kornið þarna fóðurtrygging. Ef kornið þroskast illa,
t. d. aðeins að hálfu leyti, fær hann að vísu minna fóður af land-
inu en við fullþroskun, en ef hann hefur áður aðeins sett á hálm-
framleiðsluna, fær hann meira fóður af landinu í hálfþroskuðu
korni og grænum hálmi. Hann fær þvi meira af landinu en það, er