Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 142
140
B Ú F R Æ Ð I N Ci U R I N N
Ýmsir bændur á mæðiveikissvæðinu munu eflaust bíða Jtess
með nokkurri eftirvæntingu, hver verði úrslit þessara athug-
ana. Enn fremur kemur hér einnig mjög til greina, hvernig
þetta fé ]-eynist hér á íslandi, hvernig það þolir veðráttuna
bér, fóðrun og aðl)úð alla og hve miklum áfurðum það skili.
í Bretlandi er Border Leicester-féð nær eingöngu haft á
láglendi, aðallega ræktuðu landi. Það er talið í meðallagi harð-
gert fyrir enska staðhætti og frjósamt. Hundrað ær gefa að
jafnaði 170 lömb, og ærnar eru taldar mjólka vel. Það er
holdgott og fremur stórvaxið. Það er fyrst og fremst notað
til kynblöndunar við önnur kyn, aðallega við einblendings-
rækt, bæði í Bretlandi og annars staðar, þangað sem það
liefur verið flutt í samá lilgangi. Það mátti því telja eðlilegt
að velja þetta fjárlcyn lil einblendingsræktar hér á landi.
Hins vegar er sennilegt, að það eigi illa við íslenzka stað-
liætti til áframhaldandi ræktunar. Sú reynsla, sem fengin er
um hreinræktun þessa fjár hér á landi undanfarin 10 ár, bendir
í þá átt, að Border Leicester-féð sé of lingert fyrir íslenzka
staðhætti. Þó ber að geta þess, að kynblendingarnir, einkum
hálfblóðsærnar, virðast vera sæmilega hai'ðgerðar og öllu af-
urðameiri en íslenzkar ær. —■ Sá möguleiki er fyrir hendi, að
takast megi að búa til fjárstofn með Border Leicester-fénu og
því íslenzka, —- fjárkyn, scm sé nógu harðgert fyrir íslenzka
staðhætti, afurðamikið og kynfast. Og ef þetta „lcyn“ reynd-
ist vera hraust og jafnvel ónæmt gegn mæðiveikinni, myndu
sennilega margir telja, að sauðfjárrækt olckar væri bjargað
frá því hruni, sem nú virðist vofa yfir henni.
Eg vil þó að lokum geta þess, að ég er þess fullviss, að
bæði á Bretlandseyjum og víðar eru til sauðfjárkyn, sem
henta að öllu leyti betur islenzkum staðháttum en Border
Leicester-féð, — sauðfjárkyn, sem myndu skila okkur meiri
og mörgum sinnum verðmætari afurðum en islenzka féð, og
mikil líkindi eru til, að þau stæðust mæðiveikina. -- Eins
og nii er komið sauðfjárrækt okkar, tel ég það höfuðvillu
Mæðiveikinefndar og sauðfjárræktarráðunautar að hafa ekki
bafizt handa um innflutning erlendra sauðfjárkynja, sem þá
e. t. v. væru höfð í eyjum hér við land, og íslenzkar ær frjóvg-
aðar í stórum stil með sæðisflutningi, svo að menn þyrftu
ekki að óttast nýja innflutta sjúlcdóma.