Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 106
104
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
legt er. Kýrin hlífir oft afturfæti þeim megin, sem bólgan cr,
eða er stirð til gangs, ef bólgan er báðum megin í júgrinu.
Kýr með júgurbólgu kveinka sér oi't við að leggjast. Mjólkin
úr bólgna júgrurhlutanum er alliaf breytt, en misjafnlega
mikið, stundum aðeins lítið eitt þynnri en eðlileg't er og beizk
eða sölt á bragðið, en oftar er í henni kyrningur eða snákar,
eða hún verður gulleit og graftarkennd. — Vægasta’slig kirtil-
vefsbólgunnar er lítils háttar slímhúðarbólga í hinum stærri
mjólkurgöngum. Á þessu stigi hólgunnar finnst litill eða eng-
inn þroti, el' júgurið er þuklað, og það er venjulega ekki við-
kvæmt, en mjólkin cr breytt, ]>ynnist og verður sölt. El’ bólg-
an breiðist út uin kirtilinn, ber á talsverðum þrota, og mjólk-
ir breytist enn meir, verður vatnskennd og lcyrningur í henni.
Bráð kirtilvefsbólga batnar oft á ótrúlega stuttum tima (sólar-
hring eða nokkrum dögum), ef lækning er viðhöfð í tæka tíð.
Hins vegar getur bólgan verið í júgrinu vikur og mánuði,
og geklist kýrin ])á að lokum upp á spenanum. Stundum grel'-
ur í júgrinu, og gröfturinn hrýzt annaðhvort út í mjólkur-
gangana eða út úr húðinni. Einnig getur myndazt bandvefur
utan um smágraftarbolla í júgrinu, gröfturinn „innkapslast“.
Sjást oft margir slíkir graftarbollar í júgrum júgurbólgukúa,
er þeim er slátrað. Herzli og hnútar finnast oft í júgrum eftir
langvarandi bólgu.
Baráttan við júgurbólguna er tvenns konar:
1) Reynt er að koma í veg fyrir, að kýr sýkist af júgur-
bólgu. Verður þá að hafa hugfast og leggja til grundvallar, að
júgurbólga er smitandi sjúkdómur.
2) Reynl er að lækna þær kýr, sem möguleikar eru á að
lækna, en lóga hinum. Varúðarráðstafana þeirra, sein nauð-
synlegar eru til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu júgur-
bólgu, hefur að nokkru verið getið áður, en skulu saml endur-
teknar.
a) Alltal' skal mjólka júgurbólgukii seinast. h) Aldrei má
mjólka úr veiku júgri (skemmda mjólk) í flórinn eða í bás-
inn, heldur í sérstakt ílát og hella í haughúsið. c) Fái kýr
júgurbólgu, er réttast að einangra hana, ef þess er kostur, —
en sé það ekki hægl, er betra að hafa kúna í öðrum enda
fjóssins, en ekki í miðri röð. d) Mjaltir skal vanda og gæla
itrasta hreinlætis, einkum ef kýr er sárspen eða með hrúður
neðan á spenabroddi.