Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 69
B Ú F R Æ Ð I N G UlilNN
(57
og arfinn skaddast og helzt niðri. Notkun tröllamjöls hæfir
betur islenzkum staðháttum, og verður þá að gæta þess að
niiða annan köfnunarefnisáburð við ])að, hve mikið er notað
af því. Um 200—250 kg tröllamjöls á ha akurlendis gelu
unnið mikið gagn og tafið arfann á fyrstu vaxtarvikunum.
ttezt er að dreifa tröllamjölinu, þegar fyrstu arfaplönturnar
koma upp, og bera á döggvota jörð undir sól. í góðu akurlendi,
t. d. eftir kartöflur eða grænfóður, ætti að vera hægt að kom-
ast af með steinefnaáhurð og svo það magn tröllnmjöls, sem
liér er greint.
5. Uppskernvinna.
Þegar fer að liða fram í seinni hluta ágústmánaðar eða
liyrjun september, er athugandi, hvað þroskun kornsins er
langt komið, því að vaka verður yfir því að byrja uppsker-
una, þegar kornið er orðið hæfilega þroskað.
Fyrst þroskast bi)(/gið, svo hafrarnir og síðasl vetrarrúgur-
inn. Merki þroskunarinnar er, að akrarnir verða bleikgulir,
einkum þó byggakurinn, hafraakurinn fölvagrænn og rúg-
akrarnir næstum hvítir. Litur akranna er þó ekki einhlítt
merki. Hér verður að athuga kornið sjálft og dæma um, hve
vel er þroskað, áður en uppskeran hefst. Það er skilið aðallega
milli þriggja þroskastiga á korninu, þ. e. grænþroska, gul-
þroska og harðþroska.
Grænþroska er kornið, þegar kjarninn er linur og stráið
grænt, efnarásin frá stráinu er ekki hætt. Enda þótt kornið í
öxunum hafi náð fullri stærð, er það lint, og ef það er klipið
milli fingra, spýtir það rjómakenndum völcva. Ef korn er
tekið á þessu þroskastigi, þarf það mikinn þurrk og rýrnar
mjög við þurrkinn. Ivornið verður grænt og samanskroppið.
Það getur gróið vel, ef þurrkun tekst vel, en heldur verr gró-
þróttinum en betur þroskað korn.
Gulþroskað er kornið, þegar efnarásin er hætt í stráinu og
græni liturinn að mestu horfinn. Á hvggi þurfa grænu línurn-
ar á korninu að vera horfnar að mestu, og er þá kjarninn
seigharður, — innihald kornsins eins og ostur. Á þessu
þroskastigi er rétt að byrja kornskurðinn og bíða ekki eftir,
að kornið verði harðara, en jafnhliða lausara í öxunum, því
að þá verður frekar hætt við korntapi við slátt og bindingu