Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 130
123
B U F R Æ 1) I N G U R I N N
óg nú drepa á nokkur atriði i þessu efni, en verð að fara fljótt
yfir sögu. Frá alda iiðli hefur sauðféð verið ein af þýðingarmestu
húfjártegundum Norðmanna. Sauðfjáreign þeirra hefur að visu
sveiflazt nokkuð, cn síðustu tvær aldirnar hefur sauðfjártalan
oftast verið hátt á aðra milljón.
Það má segja, að það sauðfé, sem nú er í Noregi, sé nær ein-
göngu af útlendum uppruna, og þau sauðfjárkyn, sem þar eru nú
aðallega ræktuð, hafa öll aðaleinkenni hins innflutta fjár. Gamli
norski fjárstofninn er nú ekki framar til nema nokkrar leifar af
honum, sem safnað hefur verið saman á eitt eða tvci tilraunabú
i Norður-Noregi.
Cheviotféff, sem er gamalt skozkt fjárkyn og l'yrir löngu viður-
kennt fyrir verðmætar og miklar afurðir, a. m. k. miðað við nægju-
semi liess og harðfengi, var aðallega flutt lil Noregs frá Bretlands-
eyjum eftir 1800 og |>á stundum í allstórum stil. Norska ríkið setti
einnig á stofn fleiri fjárræktarbú i lok aldaiinnar til þess fyrst og
l'remst að auka útbreiðslu Gbeviolfjárins uin Noreg. Enda er það
svo, að Cheviotféð er nú ríkjandi fjárkyn í Noregi og mikið út-
breitt þar. Norðmenn telja Cheviotféð miklu afurðameira og af-
urðabetra en gamli norski stofninn var. En jafnframt er það nægju-
samt og jtrífst vel við misjöfn lifsskilyrði og er einhig fljótt að
safna fitu, ef það er alið.
Af öðrum fjárkynjum hafa Norðmenn flutt inn Svarthöfðafé,
Oxford down, Merino og lítið eitt Karakúlfé, en þau hafa öll hai't
minni þýðingu en Cheviotféð.
í Noregi eru nú tvö hestakyn : Fjarðahesturinn og Guðbrands-
dalshesturinn. Norðmenn eru að vísu ekki á eitt sáttir um það,
hvernig þessi tvö kyn eru mynduð. Flestir hallast þó að því, að
þau séu bæði af sama stofni runnin, al' gamla norska landkyninu,
hinu sama, sem telja má, að islenzki hesturinn sé skyldur. A ár-
unum 1850—1800 var flutt til Norcgs nokkuð af kynbótahestum,
aðallega frá Danmörku og Englandi. Blöndun þessara innfluttu
hesta við norsku hestana hefur meðal annars skapað Guðbrands-
dalshestinn. Hann er nú um 170 cnt að stærð og þykir góður drátt-
arhestur, jafnvel i hinum bröttu hlíðum dalanna í Noregi. í
F'jarðahcstinum er einhver blóðblöndun úr Dalahestinum.
Norðmenn hafa flult inn loðdýr í stórum stíl, t. d. silfurrefi frá
Ameríku fyrir milljónir króna. Fyrir núverandi styrjöld stóð loð-
dýrarækt þeirra með miklum blóma. og þeir fluttu út loðfehii
fyrir á fjórða tug milljóna króna sum árin.
Nautgripir, svín og alifuglar hafa verið fluttir inn í Noreg til
kynbóta og gefizt vel.
Sviþjóff. Aðalkúakyn Svía og beztu kýr þeirra heita á sænsku
Rödt och hvitt boskab. Það kyn er beinn afkomandi enska Ayr-