Búfræðingurinn - 01.01.1944, Blaðsíða 98
B Ú 1- H Æ Ð I N G U R I N N
<)(i
frærækt, en síður, ef hún vex í sandi, enda gefur hún þar hezt
þroskað fræ og með mestnm gróþrótti. Vel má dreifsá fræinn, þvi að
erfitt er vegna jarðrenglanna að halda röðum opnum. Útsæðismagn
er 20 kg á ha, miðað við gott fræ. Yallarsveifgrasið gefur ekki fræ-
uppskeru fyrr en á 3. ári frá sáningu, og gæti því verið rétt að sá
með því mjúkfaxi til að fá fræ árið eftir sáningu. Árlegur áburður
þarf að vera 200 kg af kalii, 350—400 kg af superfosfati og 250
300 kg al' saltpétri, miðað við sandjörð. Á móajörð lieldur minna
af sallpétri, miðað við jarðveg í góðri rækt. Fræið þrosknst venju-
lega frá 5.—20. ágúst og fræmagn 300 -400 kg á ha, en verður þó
stundum minna i slæmum fræárum. Hálmuppskeran er 25—30 hest-
ar af ha, og er hálmurinn ætilegur fyrir kýr og annað búfé. Fræið
er þrístrent, með þclhárum við grunninn og 2—3 mm langt. ís-
ienzkl fræ er um það hil helmingi þygnra en erlent, en hefur jafnan
gróið fremur illa af venjulegum leirmóajarðvegi, en af sandjörð
spírar það oftast allvel, oft eins og erlent verzlunarfræ. Meðal-
talsgrómagn 78 rannsókna er 60%. Meðalþyngd 1000 fræja er 0,401
g. Mesta grómagn hefur orðið 90%. Venjulega er hægt að taka fræ
af sömu sáningu 6—7 ár, en fræmagnið er þó mest fyrstu 3—4 fræ-
árin.
Uppskeruna er bezt að framkvæma með sláttuvél með afleggjara
og hafa bindin ekki mjög stór. Þurrka skal þau eins og korn. Ef
hindin eru vel gerð, þola þau bctur misjafna veðráttu en annað
grasfræ og jiorna vel í skrýfum og stökkum. Auðvell er að þreskja
fræstöngina í venjulegri þreskivél, en dálítið erfitt liefur reynzt
að hreinsa fræið í kornhreinsivél, vegna þess livað fræin vilja
tolla saman vegna þelháranna, sem eru á jjeim. Ymsir stofnar hafa
verið reyndir af þessari tegund frá Siijjjóð, Noregi og Ameríku.
Beztir til fræræktar liafa 2 íslenzkir stofnar reynzt, og gefa þeir
meira fræ en þeir erlendu.
Vart hefur orðið við grasdrjóla á vallarsveifgrasi, einkum eftir
rigningasumur, og rýra þeir fræuppskeruna nokkuð. Koma þeir í
stað fræjanna, brúnir á lil og lengri en fræið. Sjaldan eru l>ó mikil
brögð að þessu. Mjölsveppur (Erysiche graminis) er stundum á
blöðum vallarsveifgrassins, en sjaldan nema l)að vaxi í skjóli. Ann-
ars hefur hans lítið orðið vart, en ef hann er magnaður, dregur
hann l'ræþroskunina á langinn og rýrir uppskerumagnið, auk þess
sem hálmurinn verður lakari en af svepplausum hálmi.
6' Hásix’ifgra.s.
Hásveifgras vex hezt á frjórri leirmóajörð. En órannsakað er,
nema hægt sé að rækta það á sandjörð eins og vallarsveifgrasið.
Bezt er að dreifsá fræinu, 12—15 kg á ha, i vel íborna jörð. Hæfilegt