Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 13
RITMENNT 8 (2003) 9-78
I
iiii nO
Einar H. Guðmundsson
Björn Gunnlaugsson og
náttúruspelcin í Njólu
Björn Gunnlaugsson (1788-1876) var fremsti stærðfræðingur
og stjörnufræðingur á íslandi um sína daga. Hann var mik-
ilvirkur landmælinga- og kortagerðarmaður og fyrsti eiginlegi
kennarinn í stærðfræðilegum lærdómslistum hér á landi. Jafn-
framt lagði hann áherslu á að upplýsa almenning um náttúruvís-
indi, bæði í bundnu máli og óbundnu. Með rannsóknum sínum,
ritstörfum og kennslu ruddi hann nýjar brautir og varð, beint eða
óbeint, fyrirmynd seinni kynslóða íslenskra raunvísindamanna.1
Björn var heimspekilega sinnaður og þótt hann væri lcannski
fyrst og fremst síðborinn fulltrúi upplýsingarinnar gætir greini-
legra áhrifa frá rómantísku náttúruspekinni í ýmsum verkum
hans. Hann var jafnframt einlægur trúmaður og í trúar- og
fræðiljóði sínu, Njólu, vefur hann sarnan margvíslega þræði trú-
ar og vísinda til þess að setja fram heildarkenningu um alheim-
inn og tilgang hans.
Njóla naut mikillar alþýðuhylli á sínum tíma og kom út alls Þjóðmmjasafn isiar.
þrisvar sinnum. Þrátt fyrir vinsældir verksins voru ekki allir jafn Bjom Gunnlaugsson. Mynd
Sigurðar Guðmundssonar
frá 1859.
hrifnir af boðskapnum og sumir gagnrýndu hann harðlega. Þá
þótti mörgum stirðlega lcveðið. Njóla hafði þó talsverð áhrif og
má til dæmis sjá þess glögg merld í verkum Brynjúlfs frá Minna-
Núpi og ýmsum ljóðum og ritgerðum Einars Benediktssonar.
Hér verður þó ekki farið nánar út í þá sálma, heldur er ætlunin
að huga frekar að náttúruspeki Björns Gunnlaugssonar eins og
hún birtist í Njólu. Fjallað verður sérstaklega um lýsingu hans á
1 Þótt ævisaga Björns Gunnlaugssonar hafi ekki enn verið rituð, þá hefur tals-
vert verið um hann fjallað í tímaritsgreinum, bæklingum og bókarköflum (sjá
t.d. [1, 12, 52, 61, 73, 74, 76, 94, 97]). Ýmsar greinar hafa einnig verið birtar
um verk hans, og verður þeirra getið eftir því sem við á.
9
m