Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 148
VILHJÁLMUR STEFÁNSSON
RITMENNT
Massachusetts, Main; Nova Scotia, við Sankti Lawrence flóann
eða James flóa syðst í Hudson flóa, að þeir hafa nær ekkert
sinnt löndunum lengra í norðri. Þeir segja venjulega, að fyrsta
landið, sem Þorfinnur sá, Helluland, sé Labrador, en viður-
kenna jafnframt, hve undarlegt það sé, sem sagan segir, að þeir
hafi komizt þangað á tveimur dögum frá Disko eyju, þ.e. farið
700 mílur á 14 eða 15 mílna siglingarhraða á klukkustund að
meðaltali, þegar norræn skip voru á þessum tímum ekki talin
sigla hraðar en í hæsta lagi 8 mílur á lclukkustund. Sé litið á
Helluland, svo sem vafasamt er, sem hluta meginlandsins og
hugurinn hafður allur við Vínland enn sunnar, er Markland að
dómi skýrenda aðeins skógi vaxin landspilda, Nýfundnaland
eða e.t.v. Nova Scotia.
Vér erum hér að fjalla um Grænland og vér kjósum því að
fara hina leiðina, fást mest við það, sem næst liggur viðfangs-
efninu, fyrsta og annað landið fremur en þriðja landið, sem þeir
Karlsefni og félagar komu til.
Margir skýrendur Vínlandssagnanna hafa tekið íslenzka orðið
suður bókstaflega, og um fræðilega merkingu þess er eklci að
villast. En ljóst er - eða nærri ljóst, að það fær ekki staðizt hér.
Þýði suður það sem oss finnst það þýði, hversu slcýrum vér
þá orðalag sagnanna, þar sem stöðugt er talað um vestri og
eystri byggó á vesturströnd Grænlands? Vér vitum, hvar þessar
byggðir voru, þekkjum þær af húsarústunum. Og lítum vér á
kortið, virðast þær oss vera norðurbyggð og suðurbyggð. Svarið
er það, að norrænum mönnum á miðöldum fannst strandlengj-
an frá suðurodda Grænlands (Cape Farewell) til Disko eyjar
liggja frá austri til vesturs, þó að oss finnist hún liggja norður
og suður. Eðlilega afleiðingin er sú, að áttatáknanir á mið-
öldum þýða á Grænlandi eklci hið sama og þær gera í vitund
vorri nú.
En staðreyndin er sú, að strandlengjan liggur ekki austur og
vestur eins og norrænum mönnum fannst fyrrum né norður og
suður eins og oss virðist nú, heldur liggur hún bil beggja, suð-
austur og norðvestur.
Þetta er hliðstætt því, sem nú á dögum tíðkast í Nýja-Eng-
landi, þar sem fólk talar um að fara frá New Haven austur til
Boston, þegar það fer í rauninni norðaustur. Og eins fer fyrir
þér, ef þú kemur á norðurströnd Alaslca, þar sem menn fylgja
144