Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 34

Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 34
EINAR H. GUÐMUNDSSON______________________________________________________________________RITMENNT 96).46 Jafnframt nefnir hann þýðingu Jóns Þorlákssonar á Bægisá (1774-1819) á Tilraun um manninn eftir Alexander Pope (1688- 1744) sem líklegan áhrifavald [80]. Gunnar Harðarson tekur und- ir þetta í fyrrnefndri grein og bendir einnig á önnur verk, sem Björn hefur eflaust þekkt, meðal annars Heimspekingaskóla Guðmundar Bergþórssonar (1657-1705) og Hinn guðdómlega þenkjandi náttúruskoðara eftir danska sagnfræðinginn Peter Friderich Suhm (1728-98).47 Mjög líklegt er, að Björn hafi þekkt öll ofangreind rit og eflaust hafa sum þeirra haft áhrif á skoðanir hans og viðhorf. Einnig mætti bæta á listann Undirvísan í náttúruhistoríunni eftir A.D. Búsching frá 1782 og Almennri landaskipunarfræði frá 1821.48 Þá mætti jafnframt nefna Paradísarmissi Johns Miltons (1608- 46 Vinagleði Magnúsar kom út 1797 [66]. Þar eru m.a. greinarnar „Alstirndi himininn" (bls. 28-52) og „Vorir sólheimar" (bls. 53-69). Kvöldvökur Hann- esar komu út í tveimur hlutum 1796 og 1797 [51]. í scinna bindinu er t.d. greinin „Um halastjörnur" (bls. 45-58). 47 Heimspekingaskólinn kom út 1785, en Tilraun um manninn og Náttúru- skoðarinn 1798. Vitað er að Björn átti bók Suhms [89], sem er alþýðlegt fræðslurit um náttúruspeki. Um er að ræða þýðingu á tveimur ritgerðum eft- ir Suhm, sem báðar má finna í verkinu Kammerherre og Kongelig Histo- riographus Peter Friderich Suhms samlede Skrifter, 2. bindi (af 15), Kaup- mannahöfn 1789: „Verdens Bygning", bls. 54-104 (rituð 1763) og „Om Dyden", bls. 139-46 (rituð 1764). En það eru ekki ritgerðimar sjálfar, sem fyrst og fremst gefa ritinu gildi, hcldur neðanmálsgrcinarnar, sem eru allar eftir þýðandann, séra Jón Jónsson „hinn laerða" (1759-1846). Utskýringar Jóns cru hnitmiðaðar og bera vott um víðtæka þekkingu á náttúruspeki 18. aldar. Hann hefur og átt gott bókasafn, því fyrir utan Vinagleði Magnúsar og Kvöldvökur Hannesar er vitnað í f jölda erlendra bóka, svo sem frumspeki eft- ir Johan Ernst Gunnerus (1718-73), rökfræði eftir Leonhard Euler, stjörnu- fræði eftir Christian Horrebow og eðlisfræði cftir Johann Gottlieb Kruger (1715-59). Þá átti Jón bækur Williams Derhams (1657-1735) um náttúruguð- fræði og hann styðst jafnframt við fræðslurit eftir guðfræðingana og heim- spckingana Christian Bastholm, Peter Soeborg (1747-1818), Tyge Jesper Rothe (1731-95) og Niels Wallerius (1706-64). 48 „Undirvisan í Náttúruhistoriunni fyrir þá, sem annathvcrt alz cckert edr lítit vita af henni" eftir landafræðinginn Anton Fricdrich Busching (1724-93) kom út í Ritum Lærdómslistafélagsins á árunum 1782 til 1794 í þýðingu séra Guð- mundar Þorgrímssonar (1753-90) [30]. Bókin, sem var þýdd úr dönsku [Un- derviisning i Natur-historien for dem, som enten kun veed lidet eller intet af samme. Oversat og forbedret ved Jacob Cliristian Pingcl. Óðinsvéum 1778), kom upphaflega út í Berlín árið 1776: Unterricht in der Naturgeschichte: fur diejenigen, welche noch wenig oder gar nichts von derselben wissen. (2. und vermehrte Aufl.). Kaflinn „Um himininn" (II, bls. 232-38) fjallar um stjörnu- fræði á mjög einfaldan en fróðlegan hátt. Fjallað er mun ítarlegar um stjörnu- fræði og heimsmyndína í fyrsta kafla Almennrar landaskipunarfræði frá 1821 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.