Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 143
RITMENNT
TVÖ BRÉF TIL MÓÐUR
dali, við gröfina sá eg hann ei fella tár enn á augonum sást að
hann hafði bæði grátið og vakað, og engin hreyfing sást á honum
önnur ennað neðri vörin skalf og titraði. Nú er dálítið komið af
fréttum útifrá, enn það er af mér að segja að mér líður vel og er
nú aptur farið að færast að „examens"dögum fyrir mér og hygg
eg gott til þess, Brynjúlfur frændi er enn útá landi og Stefan er nú
í þessum dögum uppi til „dímissiónsexamens" og biðja þeir
báðir að heilsa þér. Bislcup hef<u>r lánað mér 50 dali og lánar
mér aðra 50 þegar hann kémur frá Fjóni, enn arfinn fæ eg ei
fyrrenn „attestið" lcémur og er einsgott að hann sé geimd<u>r
þarsem nú er og hjá mér þartil Hemmert kém<u>r því hann á
svo að fá hann allann hvört sem heldur er. Allir hér eru mér
ofurgóðir og mér líður hér vel nema hvað mig lángar ógn heim
og skélfíng hlakka eg til heimkomunnar í sumar, svo þú sjáir
hvörnig mig lángar heim set eg hér tvær vísur sem mér duttu
einu sinni um daginn í hug niðurvið sjó, þær eru svona:
Bláu fjöll, þið bendið mér,
bláleit elfan líður
gras í hlíðum grænum er
gljúfrabúinn fríður;
heim mér býður hlíð og grund
heim mig dalir kalla
vildi eg una alla stund
undir jökulskalla.
Yndis mér fá eigi neins
öldur hér á ströndum
þóað gnauði allar eins
og á Rauðasöndum;
hugþekk var mér hamragrund
heima ölduniður,
hláu tindar, bárusund,
blessan fylgi yður!
Nú er Holm nærri því búinn að „mála" mig upp aptur og vona
eg eg géti sendt myndina heim með biskup<i> kanské „ferni-
seraða". Nú bið eg að heilsa Guðrúnu og öllum Melsteðonum
kjærlega, R Havsteen ef hann er í Vík, enn umframm allt
biskupsfrúnni og í Dr.húsið, líka bið eg að heilsa Stehba, Jónasi
og Boga og gét eg ei verið að skrifa þeim þar sem þeir koma strax,
seigðu einkum Boga ef þú sérð hann að þó eg ei liafi slcrifað
honum þá liafi það ei lcomið af því að eg sé búinn að gleyma
honum, lreldur því að eg vissi ei hvört eg átti að slcrifa honum
suður, vest<u>r eða norður, nei til einlcis lcomu híngað í sumar
hlakka eg einsog Boga. Og vertu nú sæl elslcaða móðir mín! Það
er eklci nema eirn vetur þángaðtil þú sérð mig og glaður mun eg
þá verða að sjá þig heila og heilbrigða -
Þinn til dauðans elskandi sonur
Gísli Gíslason.*
139