Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 22
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
Enn hefur lítið sem elckert verið ritað um stærðfræðikennslu
Björns á Bessastöðum, en þó er vitað að hann kenndi skólapilt-
urn reikning, algebru og rúmfræði. Hann notaði meðal annars
kennslubækur í reikningi og algebru eftir H.O. Bjorn og G.F.K.
Ursin og í rúmfræði bækur eftir Ursin og C. Svenningsen.20 Ekki
er ólíklegt, að Björn hafi einnig sagt skólapiltum til í frumatrið-
um landmælinga, og stjörnufræði hlýtur að hafa borið á góma, ef
ekki í kennslustundum þá utan þeirra.21 Engin eðlisfræði virðist
hins vegar hafa verið kennd í Bessastaðaskóla.
Skömmu eftir komuna til Bessastaða hafði Björn hug á því að
halda áfram athugunum Lievogs stjörnumeistara. Arið 1824
sótti hann því til dönsku stjórnarinnar um tæki til stjarnmæl-
inga, sem hann ætlaði sér að framkvæma úr turni Bessastaða-
kirkju. í svari stjórnarinnar segir, að elckert sé vitað um tækin
sem notuð voru í Lambhúsum og var beiðninni synjað [37]. Það
kom þó ekki í veg fyrir að Björn fylgdist með stjörnuhimninum,
og árið 1827 birtist eftir hann stutt grein í Klausturpóstinum þar
sem segir frá mælingum hans á halastjörnu, sem sást hér á miðj-
um vetri 1826-27 [15]. Niðurstöður athugana hans á öðrum
halastjörnum eru og til í handritum.22
A næstu árum samdi Björn nokkur rit, sem hann ætlaði
greinilega löndum sínum til gagns og fróðleiks. Árið 1828 gaf
hann út reglur til þess að reikna göngu tunglsins á hvelfingunni
og með þeirra hjálp áttu íslenskir bændur að geta álcvarðað tím-
ann [16]. Sex árum seinna kom svo út ítarleg lýsing hans á eigin
hugmyndum og áformum um kortlagningu alls landsins, sem
hann hafði byrjað á 1831 [17]. Verkinu lauk Björn árið 1843 og
má sjá árangur þess þrekvirkis í Islandskortunum, sem við hann
eru kennd [20]. Landmælingum Björns Gunnlaugssonar hafa fyr-
20 Sjá [58]. Hans Outzen Bjern (1777-1843) var fyrst kennari við dómkirkjuskól-
ann í Óðinsvéum og síðan rektor lærða skólans í Nyborg. Cleophas Sven-
ningsen (1801-53) var stærðfræðikennari við Borgerdydskólann í Kristjáns-
höfn. Stærðfræðingurinn og stjörnufræðingurinn Georg Frederik Kruger Ur-
sin (1797-1849) er íslendingum að góðu kunnur fyrir stjörnufræðibókina,
sem við hann er kennd. Hann var prófessor við listaakademíuna í Kaup-
mannahöfn og mikilvirkur höfundur kennslubóka. Á yngri árum lærði Ursin
m.a. stjörnufræði hjá Gauss og var aðstoðarmaður Schumachers við land-
mælingar. Til gamans má geta þess, að Ursin fékk gullverðlaun Hafnarhá-
skóla í stærðfræði 1817, árið á undan Birni Gunnlaugssyni.
21 Sjá [10], bls. 77.
22 Sjá t.d. [24].
18