Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 84

Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 84
SVANHILDUR GUNNARSDÓTTIR RITMENNT ekki tælci hann við forráðum prentsmiðj- unnar. Ungum lögmanni, Birni Markússyni (1716-91), sem þá var nýkominn heim frá Danmörku eftir áralanga dvöl, var falið for- ræði hennar að Halldóri biskupi Brynjólfs- syni látnum.1 Á árunum 1754-57 var Björn forráðsmaður Hólastóls, og af heimildum má skilja að hann hafi þá alfarið haft um- sjón með prentverkinu, þ.e.a.s. haft meiri völd í þeim efnum en biskupinn. Segja má að mikil bylting hafi átt sér stað í prent- smiðjutíð hans, sem vert er að minnast, og að vissu leyti telst hann vera tímamóta- maóur hvað útgáfu veraldlegra rita varðar. Árið 1756 lcomu út á Hólum tvær útgáfur íslendingasagna og þátta, en íslensk fornrit höfóu þá ekki verið prentuð hér á landi síð- an 1690.2 Ritin voru nefnd: Nokkrir marg- fróðir söguþættir íslendinga til leyfilegrar skemmtunar og dægrastyttingar og Ágætar fornmannasögur (Nockrer Marg-Frooder Sogu-Þætter Islendinga: Til Leifelegrar Skemtunar Og Dægra-Stittingar og Agiætar Fornmanna Sogur). Fyrri bókin var gefin út í 4to broti en hin síðari í 8vo. Á bókarkápu segir að þær séu gefnar út „að forlagi hr. vísi-lögmannsins Björns Markússonar." í bókum þessum, sem hvor um sig voru gefn- ar út í 1000 eintökum, voru birtar fjórtán sögur og frásöguþættir. Þetta sama ár gaf Björn út tvær fyrstu þýddu skáldsögurnar sem prentaðar voru hér á landi. Sögur þær sem hér voru þýddar og gefnar út saman á einni bók heita: Lífs saga af Gustav og Sagan af þeim engelska og nafnfræga Berthold (til einföldunar kalla ég þær Gustavs sögu og Bertholds sögu). En tit- ill bólcarinnar er: Þess svenska Gustav land- krons og þess engelska Bertholds fábreyti- legir Robinsons eður lífs- og æfisögur (Þess Svenska Gustav Land-KRONS Og Þess Eng- elska Bertholds faabreitileger Robinsons Edur Lijfs Og Æfe Sogur). Bólcin, sem er 244 síður í 8vo broti, var gefin út í 800 eintök- um. Þýðandi sagnanna var mikill merkis- maður, Þorsteinn Ketilsson prestur, þýð- andi og skáld á Hrafnagili. Hann var fæddur árið 1688 en lést 1754 og var því látinn áður en sögurnar komust á prent. Til grundvallar íslenslcu þýðingunum eru tvær danskar þýðingar á þýskum skáldsögum frá þriðja áratugi 18. aldar. Sögurnar voru gefnar út í Kaupmannahöfn óháðar hvor annarri. Árið 1740 kom út fyrsta og eina prentun Bert- holds sögu, og þremur árum síðar eða 1743 var Gustavs saga gefin út og síðan endur- prentuð árið 1757. Skáldsögurnar eru af rót frásagnarinnar af hralcningum sæfarans Robinson Crusoe eftir Daniel Defoe (1660 -1731) sem kom út í London árið 1719, en slílcar lífssögur voru mjög í tísku í bók- menntum Evrópu um þessar mundir. 1 Jón Helgason biskup segir í bók sinni Meistari Hálf- dan (bls. 95) að fyrstu tíu ár Gísla biskups á Hólum hafi stólsforráðin „[...] verið falin sérstökum mönn- um, svo að biskup hafði enga meðgjörð með neitt, sem þar að laut. Var þetta starf falið fyrstum manna Birni varalögmanni Markússyni með konungsbréfi, dags. 23. maí 1755." 2 Á árunum 1688-90 voru fyrstu fornritin, sem prentuð voru hér á landi, gefin út í Skálholti af Þórði biskupi Þorlákssyni. En með konungsbréfi frá 7. apríl 1688 hafði hann fengið einkaleyfi til að prenta fornsögur. Þetta voru Landnámabók, Iíristnisaga, íslendingabók Ara fróða, Saga Ólafs Tryggvasonar (tvö bindi, 1689-90) og Grænlands saga Arngríms lærða. Sjá Klemens Jónsson, Fjögur hundruð ára saga prentlistarinnar á íslandi, bls. 52. En alla jafna var töluvert um að íslenskar bæk- ur væru prentaðar erlendis. 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.