Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 149
RITMENNT
GRÆNLENDINGAR FINNA AMERIICU
áttavitanum. í Point Barrow sýnir áttavitinn rúmt 45° frávik til
austurs, og Alaskamenn þar á ströndinni segja norður, þegar
þeir meina norðaustur.
Ef þú ætlaðir að halda til streitu bókstaflegu merkingunni í
orðinu suður, vandast málið, þegar í sögunni segir, að þeir hafi
siglt suður frá Bjarneyju (Disko) tvo daga og þá komið við land.
Það er vart hugsanlegt, að það væri hægt, ef þeir í rauninni
sigldu í suður. En færu þeir í suðvestur, næðu þeir landi eftir
mátulega tveggja daga siglingu. *
Ef vér hefðum ekkert nema hyggjuvit vort að fara eftir og
værum alls ófróðir um aðrar norrænar bókmenntir en
Grænlands og Vínlandssagnir, kæmumst vér að þeirri
niðurstöðu, að suður hlyti að þýða suðvestur. Þessi er og
niðurstaða sérfræðinga um merkingu áttatáknanna á 11. öld.
Þrír ágætra fræðimanna á þessa grein telja, að með suður sé átt
við suðvestur og frávikið frá hinu rétta sé 45°. Fjórði heimildar-
maður telur frávikið hins vegar 60°. En hvort sem það er 45 eða
60°, reynist hæfileg tveggja daga sigling frá Disko til Baffin-
eyjar.
Ef vér breytum áttatákninu þannig urn 45° í frásögn Eiríks
sögu rauða af siglingu Karlsefnis, verður hún svohljóðandi:
„Þeir höfðu alls fjóra tigu manna og hundrað, er þeir sigldu
[frá Eiríksfirði í Eystri-byggð] til Vestri-byggðar olc þaðan til
Bjarneyjar [Disko]. Þaðan sigldu þeir tvo daga í suðvestr. Þá sá
þeir land ok skutu báti ok könnuðu landit, fundu þar hellur
stórar ok margar tólf álna víðar. Fjöldi var þar melrakka. Þeir
gáfu þar nafn olc kölluðu Helluland. Þaðan sigldu þeir tvo daga,
ok brá til landsuðrs ór suðri, olc fundu land skógvaxit ok rnörg
dýr á. Ey lá undan í landsuðr, þar drápu þeir einn björn ok
kölluðu þar síðan Bjarney, en landit Markland. Þaðan sigldu
þeir suðvestr með landinu langa stund."
Lína dregin í suðvestur frá Dislco lendir nærri Dyerhöfða,
sem er austast á Cumberlandsnesi á Baffineyju. í hlutfalli við
lcunnan siglingarhraða norrænna slcipa á umræddu skeiði, er
hraðinn milli nefndra staða hæfilegur. Frá Disko til Dyerhöfða
eru 270 mílur, og á tveimur dögum er siglingin hvorn daginn
* Fornsagan talar um tvö dægr, en Vilhjálmur jafnan um tvo daga, miðar með
degi við sólarhringinn, 24 stundir, svo sem þegar hann ræðir um sigling-
arhraðann, hve hratt sé farið á klukkustund að meðaltali.
145