Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 117
RITMENNT
VÖKUMAÐUR, HVAÐ LÍÐUR NÓTTINNI?
við íslenska textann en er að öðru leyti ekki
getið.102
Klukkan 8: Textinn er þýddur eftir öðru þeirra
erinda sem bætt var við dönsku versin 1731 og
var fyrst prentað aftan á prentun versanna 1729.
Klukkan 9: Textinn á uppruna sinn í danska
textanum frá 1686 sem hélst lítt breyttur upp frá
því út 18. öldina.
Klukkan 10: Kjarni textans er í danska textanum
frá 1686.
Textinn virðist byggður á dönsku útgáfunum
1726 eða 1729. „Ef vita girnist þér" er þýðing á
„Om I vil tiden vide" en „Om du vilt Tiden
vide" er í útgáfunum 1686 og 1784. Einnig er
„Gefist Guði með trú" frernur „Befal Eder Her-
ren fri" (1726 og 1729) en „Befal dig Herren fri"
(1686 og 1784).
Klukkan 11: Kjarni textans er í danska textanum
frá 1683.
Textinn virðist byggður á dönsku útgáfunum
1726 og 1729. „Geymi vor hús / Guðs son fesús"
er sennilega fremur þýðing á „Vort Hus og Hjern
/ har Gud i Gjem" (1709, 1726 og 1729) en „Vort
Hus og Hjem / har han i Gjemm'" (1686) en 1784
er seinni hlutinn „Haver Gud i Gjem".
Klukkan 12: Kjarni fyrri hluta textans er í
danska textanum frá 1683 og seinni hlutans í
danska textanum frá 1686.
Textinn virðist byggður á dönsku útgáfunum
1726 og 1729. „Hans valdi felist þið" er senni-
lega frernur þýðing á „Befal Eder Gud i Vold"
(1726 eða 1729) en „Befal dig Gud i Vold" (1686).
Klukkan 1: Kjarni textans er í danska textanum
frá 1683.
Textinn kemur heim við dönsku útgáfurnar
1709, 1726 og 1729. „Þú ert vor frelsari" er
sennilega fremur þýðing á „Der er ei Frelser
fler'" (1709, 1726 og 1729) en „Der er ei Hjælper
fler'" (1686).
Klukkan 2: Kjarni textans er í danska textanum
frá 1683.
Textinn kemur heim við dönsku útgáfurnar
1726 og 1729.
„Ástríka ungbarn Kriste" rninnir fremur á
„Som havde os saa kjær" (1709, 1726 og 1729) en
„Som mig til Salighed" (1686). „Æðst lof syngj-
um þér hátt" er sennilega fremur þýðing á „dig
skee Lov Priis og Ær'" (1709, 1726 og 1729) en
„Slcee Pris i Evighed" (1686). En „Lýs oss svo
hér" er sennilega femur þýðing á „Oplyse os"
(1726 og 1729) en „oplyse mig" (1686, 1709). Enn
má nefna að „þig lítum vér" er sennilega fremur
þýðing á „at vi dig skue kan" (1726 og 1729) en
„at jeg dig skue kan" (1686).
Klukkan 3: Kjarni textans er í danska textanum
frá 1683.
Textinn kemur heim við dönsku útgáfurnar
1726 og 1729. „Gef hjálp og dáð" er sennilega
þýðing á „til hjælp os kom" (1726 og 1729) frem-
ur en „vend du os orn" (1686).
Klukkan 4: Kjarni textans er í danska textanum
frá 1683.
Klukkan 5: Danski textinn er til prentaður frá
1784 og íslenska þýðingin er því vitnisburður
um tilvist danska textans sjö árurn fyrr.
Klukkan 6 og klukkan 7 eru íslensk vers frumort
af Þorsteini Sveinbjarnarsyni.
Niðurstaðan er því sú að dönsku versin eins
og þau voru prentuð 1729, með tvö vers
prentuð aftan á til notkunar 1731, komast
næst íslensku þýðingunni. Elsta prentun
danska versins klukkan fimm er frá 1784.
Við íslensku þýðinguna á versunum hefur
því verið notuð óþekkt prentun eða gerð
dönsku versanna, ekki yngri en frá 1777.
Islensku þýðingunni hér á eftir fylgja til
samanburðar þau dönsku versanna sem
næst komast hinum íslensku, þ.e. versin
klukkan átta til fjögur úr prentuninni 1729
og 1731 og versið klukkan fimm úr prent-
uninni 1784. íslenska viðbótin, tvö síðustu
versin, eru helsti vitnisburður þess að vakt-
tíminn á íslandi hafi verið lengri en í
Danmörku, að minnsta kosti á veturna.
102 Hér er notuð útgáfa Fausboll (1862) sem sýnir
orðamun og útgáfa Stein (1898) bls. 38 og áfram, en
þar eru textarnir frá 1683 og 1686 prentaðir.
113