Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 12
RITMENNT
ÖGMUNDUR HELGASON
Á síðari árum hefur fátt verið ritað um „náttúruspekinginn"
Björn Gunnlaugsson. Hér er vendilega úr því bætt og hugað að
höfuðverki hans, Njólu, þar sem höfundur greinir í bundnu máli
frá hugmynd sinni um „alheimsáformið". Kom kvæðið fyrst út
1842, og var um skeið helsta lýsing vísindalegrar heimsmyndar
sem þjóðin gat kynnt sér á eigin máli.
Fyrstu svokallaðir reyfarar birtust á prenti hér á landi á 18.
öld. Er hér gerð grein fyrir þessum tímamótaútgáfum og þær
settar í evrópskt samhengi.
Lítið sem ekkert hefur verið ritað hérlendis um hina fámennu
stétt næturvaktara, sem hér eru kunnastir af störfum sínum í
Reykjavík frá síðari hluta 18. aldar og fram eftir 19. öld. Er hér
greint frá sögu þeirra og starfsvettvangi, sem og fyrirmyndum
eða hlióstæðum störfum, ekki síst í Danmörku, sem flest af
þessum toga var sniðið eftir hér heima.
Lengi hefur verið fremur þögult um Gísla Brynjúlfsson, síðast
dósent við Kaupmannahafnarháskóla, en að undanförnu hefur
þó nokkurri athygli verið beint að honum. Hér eru birt tvö bréf
frá 1846 sem jafnframt eru hin einu sem til eru frá honum til
móður sinnar. Gefa þau glögga mynd af aðstæðum hans á fyrsta
námsárinu í borginni, enda fylgja bréfunum nákvæmur inngang-
ur og skýringar.
Loks er hér birt þýðing á kafla úr bók Vilhjálms Stefánssonar
landkönnuðar, Greenland, sem kom fyrst út árið 1943, þar sem
hann veltir fyrir sér siglingum norrænna xuanna til Vínlands um
árið 1000. Þótt ekki hafi verið hugmyndin að birta hér þýðingar
á áður útkomnu efni þykir það þó hlýða í þessu tilviki til að
minna á umrædd skrif Vilhjálms, þar sem ekki er að sjá að þeirra
sé getið í þeim bókum sem birtu vangaveltur um sama efni nú
um nýliðin aldamót.
í Sópuði er helst að finna greinargerð urn galdranótt í
Þjóðarbókhlöðu, sem nú hefur verið reynd tvisvar. Einnig er
getið fágætrar kortabókar í eigu safnsins. Þá er hirt ljósmynd
sem komið hefur í leitirnar og varðar frægan fund þeirra
Hamsuns og Hitlers, eins og lesa mátti um í grein í sjötta árgangi
þessa rits.
Ögmundur Helgason
8