Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 135
RITMENNT
TVÖ BRÉF TIL MÓÐUR
getur Gísli þess að ýmsir hafi haft augastað á Ástríði sem
konuefni og nefnir Sigurð Melsteð, síðar prestaskólakennara,
Vilhjálm Finsen, síðar hæstaréttardómara, og Gísla Magnússon
lærðaskólakennara. Hann segir berum orðum í bréfi til Grírns
Thomsens 1. mars 1845 að nafni sinn hafi beðið Ástríðar: „En
hann frétti um olckur, og þá hætti hann. Það hefði heldur ekki
dugað, því þó foreldrarnir vildu það, þá er eins mikill kjarkur í
Ástríði eins og þeim".
Gísli Brynjúlfsson hrautskráðist úr Bessastaðaslccla með
ágætiseinkunn vorið 1845 og bjóst þegar að sigla til Hafnar til að
stunda þar háskólanám. Grímur Thomsen vissi að sigling hans
stóð fyrir dyrum og skrifaði Brynjólfi Péturssyni 1. ágúst 1845 og
bað hann að taka á rnóti Gísla og annast hann.
í handritinu Nks 3320 4to II í Konungsbókhlöðu í Kaup-
mannahöfn eru aulc annars dagbókarbrot Gísla frá árunum
1845-46. Þau eru ýmist tekin upp úr gamalli vasabók eða skrif-
uð eftir minni. Þar greinir Gísli frá kveðjustund og brottför frá
Reykjavík árla morguns 4. ágúst 1845 með skonnortunni Louise.
Hann lcvaddi Ástríði á heimili prófasts, en „mér varð ei tára
auðið", segir í dagbókarbrotinu. Móðir hans gekk með honum á
leið og kvaddi hann með tárum. Séra Helgi, Stefán sonur hans,
Jónas Thorstensen og Sigurður Melsteð fylgdu honum urn borð.
Þegar þeir voru farnir frá borði var undið upp segl og siglt á braut
í hægum byr.
Á Landakotshæð urðu hins vegar þau tíðindi síðar á árinu
1845 að séra Helgi Thordersen var valinn hiskup yfir íslandi.
Hann bjóst til vígslufarar og lét í haf með póstskipinu snemma í
mars 1846 til að taka vígslu. Ástríður, dóttir hans, sigldi með
honurn. Þegar til Hafnar kom sýktist biskupsefnið af mislingum
svo að vígslan dróst á langinn. Fyrra bréf Gísla er skrifað um líkt
leyti og Ástríður og faðir hennar héldu af stað.
Dagbókarbrotin sem áður getur gefa til kynna að sá heiti
ástareldur sem Gísli var altekinn af áður en hann fór frá íslandi
væri farinn að kulna. Hann nefnir Ástríði tæpast á nafn í bréf-
unum sem fylgja hér á eftir. Um endurfundi þeirra er fátt vitað,
en í dagbókarbrotunum má berlega af ráða að hugur hans var
mjög á hvörfum. Hann lýsir slcilnaði þeirra þegar Ástríður lætur
aftur í haf. Honum rann til rifja „að sjá Ástríði út á hinu
dapurlega skipi gráta hreinum tárum, blíð ást rann aftur í brjóst
mér, og nú finn eg að eg elska hana" segir í einu dagbókarbrot-
inu. „[...] mér fannst eg vera einn eftirskilinn, eiga engan, sem eg
131