Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 54

Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 54
EINAR H. GUÐMUNDSSON______________________________________________________________________RITMENNT Guð spátsera í honum líka. En að þetta sé rangt, sjest af hinni Wolffisku definition tímans: Tempus est series successivorum. Spatium est series simultaneorum.82 Af minnisblöðum Björns má einnig sjá, að umfang rúmsins hef- ur ekki verið honum síður hugleikið en tíminn og eilífðin. Eins og fram kemur í Njólu taldi hann fullvíst, að hvorki rúm né tími hefðu takmörk og af þeirri ástæðu virðist honum hafa verið sér- lega uppsigað við fyrstu setningu (thesis) Kants í andstæðum (þ. Antinomien) hans í Critik der reinen Vernunft. Þar eru færð rök fyrir því, að alheimurinn eigi sér upphaf í tíma og sé takmark- aður í rúmi. í andstæðu setningunni (antithesis) reynir Kant hins vegar að sýna fram á, að alheimurinn sé ótakmarkaður, bæði í tíma og rúmi.83 Björn hefur að sjálfsögðu ekkert við andstæðu setninguna að athuga, en til er í handriti atlaga hans að sönnun Kants á setningunni um takmarkaðan heim. Drögin eru í tveim- ur köflum og í fyrri kaflanum „Um Kants Critik der reinen Vernunft ... um stærð alheims" segir Björn meðal annars: Það virðist mér vera galli á sönnun Kants fyrir Thesi í hans Antinomiu um heimsins endanlegu eða óendanlegu stærð, að þegar hann er búinn að setja (sem refutandum) að alheimur sé Infinitum, þá lætur hann hann þó vera Quantum, hvers partar hljóti að teljast, og sú talning hljóti að fullendast. En þetta er gagnstætt eiginleikum Infinite,- það hvorki verður talið né þarf að teljast, því það er gefið að það yfirgengur alla tölu og alla stærð. Þegar Kant var búinn að ponera að heimurinn væri Infini- tum, átti hann að halda sig fast við eiginleika Infiniti og refutera hypothesin með því að sýna að þeir ekki hefðu stað hjá alheimi. Þar á móti kúgar hann þetta sitt Infinitum inn í eiginleika Finitorum, og ályktar síðan að alheimur ekki geti verið Infinitum af því það vanti eig- inleika Finitorum, [nefnilega] þá fullenduðu talningu. Seinni kaflinn heitir „Thesis í Kants Antinomiu ... um upphaf heimsins" og hefst á þessa leið: Sönnunin fyrir Thesi sýnist mér verði að hafa galla, því að jeg get með líkum hætti sannað aö Æternitas ante (eða eilífðin á undan oss) hafi 82 Latnesku tilvitnunina mætti þýða sem „Tími er halarófa atburða. Rúm er röð samtíma fyrirbæra". Hún er úrbók C. Wolffs, Cosmologia generalis (Almenn heimsfræði; Frankfurt 1731). Bókin er m.a. athyglisverð vegna þess, að þar kemur orðið cosmologia fyrir í fyrsta sinn. 83 Ágætis umfjöllun um þessar andstæður Kants er að finna hjá Grími Thom- sen [46], bls. 81-83. f þessu sambandi má einnig minna á, að í „æskuverki" sínu Allgemeine Naturgeschichte und Theorie des Himmels taldi Kant, að rúmið væri takmarkalaust og tíminn endalaus. Hins vegar hafi heimurinn átt sér upphaf. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.