Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 87

Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 87
RITMENNT ÞÝDDIR REYFARAR Á ÍSLENSKUM BÓKAMARKADI UM MIDJA 18. ÖLD „Robinsonöður" sem bók- menntagrein Eins og að framan var getið voru Þjóðverjar fljótir að taka við sér eftir útkomu höfuð- ritsins Robinson Crusoe árið 1719. Var það strax vorið 1720 sem fyrsta þýðingin á Robinson Crusoe kom út í Þýskalandi. Fyrstu frumsömdu þýsku Robinsonsögurn- ar eða stælingarnar komu út árið 1722, og þar með var skriðan farin af stað. Frásögnin af hinum sænska Robinson, Gustav Land- kron, var fyrst gefin út árið 1724 í Frankfurt am Main undir dulnefni.4 í Núrnberg í Þýskalandi átti sagan eftir að koma út mun oftar á 18. öld, eða þrettán sinnum, auk Hollands, Svíþjóðar, Danmerkur og ís- lands.5 Þetta sýnir hversu miklum vinsæld- um sagan hélt fram eftir allri 18. öld. Gustavs saga í íslenskri þýðingu Þor- steins Ketilssonar hefur verið stytt mjög mikið frá dönsku fyrirmyndinni, sem er 55 síður og er vel hægt að ímynda sér hvar klippt hefur verið af henni. Ég fæ ekki betur séð en að í íslensku útgáfunni sé megin- áherslan lögð á hin ótrúlegu ævintýri sem Gustav lendir í og að skemmtigildið sé haft í hávegum. Hinn guðhræddi Þorsteinn Pétursson á Staðarbakka (1710-85), sem kunnur er sem einlægur píetisti, þekkti vel til sögunnar af Gustav og hrakningum hans og reifar efni hennar í sjálfsævisöguskrifum sínum eða innganginum að þeim, auk þess að líta til hennar sem fyrirmyndar að eigin verki. Allt bendir hins vegar til þess að það hafi verið hin danska útgáfa Gustavs sögu frá 1743 sem hann hafi haft undir höndum þegar hann hóf að rita ævisögu sína árið 1750. Hann telur söguna vera sanna greinargerð þessa ólánsama manns, og er það í samræmi við inngang danska þýðandans, C.R Rothe, sem segir „indeholder sande historiske Be- givenheder" og tekur sannleiksgildi verks- ins til rækilegrar umfjöllunar í þessum um- rædda inngangi. Þorsteinn opinberar ástæðu þess að hann ræðst í að skrifa sjálfsævisögu sína grundaða á „æviminningum" Gustavs Landkrons: Svoddan ævisögur eru næsta gagnlegar, þegar menn segja sannleikann um sig eður aðra og forðast alla hræsni og smjaðran. Til að athuga svoddan lærdómsríka hluti hefur mér gefið orsök og upphvatning ævisaga Gustavi Landkróns, sem var ein aðalspersóna úr Svíaríki, en komst síðan í landsútlegð, hrakning og ofsóknir stórar, varð og hertekinn af Tyrkjum og pyndaður sárlega til að kasta trú sinni, hvar til hann lét sig þó enga dauðans ógnan hræra. Þegar Guð hafði hann nú loksins undarlega frelsað úr öllum hans hörm- 4 í þessari fyrstu útgáfu bar sagan eftirfarandi titil: Gustav Landcron eines Schwedischen Edelmannes merckwúrdiges Leben und gefáhrlichc Reisen. Auf welchen er als ein warhafter Robinson sich mit ei- ner getauften Turckin bey 12. Jahren in einer un- bewohnten Insel wunderbahr erhalten; auch son- sten dic crschrecklichsten Fatalitáten mit erstau- nender Standhaftigkeit erduldet und uberwunden hat; Bift er endlich ganft unvermuhtet zu einer recliten Glúcksceligkeit gelangen können. Nacli seincm eigenen etwas undeutlichen Concept mit verbesserter Schreib=Art und darzu geliörigen Kupfern, zum öfcntlichen Druck befördert durch C. F. v. M. (dulnefni höfundar). Sagan er 720 síður í 8vo broti, auk 8 síðna formála. Sjá Kippenberg, August. Die Robinsonaden bis zum Jahre 1743, a) Die Robinsonadcn unter dem Titel: „Robinson". Robin- son in Deutschland bis zur Insel Felsenburg (1731-43). Hannover 1892. Bls. X. 5 2. útgáfa Gustavs sögu er frá árinu 1726. Síðari út- gáfur komu á árunum 1727, 1730, 1731, 1736, 1738, 1739, 1740, 1743, 1744, 1753, 1754, og 1770. Sagan kom út á hollensku árið 1733, 1757 og 1771. Sjá Gove, Philip Babcock. The Imaginary Voyage. Bls. 244-46. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.