Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 11
RITMENNT 8 (2003) 7-8
Inngangsorð
Ritmennt, ársrit Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns,
kemur nú út í áttunda sinn. Eins og fram kom í inngangs-
orðum sjðunda eða síðasta árgangs 2002 lét Einar Sigurðsson
landsbókavörður af störfum á því sama ári og þá jafnframt af rit-
stjórn sem af þeirri ástæðu hefur tekið breytingum. Við þessi
skil er ekki ráðgerð nein önnur stefna í útgáfumálum en verið
hefur frá upphafi, heldur mun haldið áfram að birta „fræðilegar
ritgerðir, margvíslegar skrár, texta úr fórum safnsins ásamt
skýringum, svo og stuttar frásagnir, meðal annars af merkum
aðföngum, sýningarhaldi og öðru því sem frásagnarvert þykir í
starfi safnsins og síður á heima í ársskýrslu þess", eins og lcomist
var að orði í formála fyrsta árgangs um væntanlegt efni ritsins.
Þá er í þessu sambandi rétt að minna á að engar hugmyndir eru
fremur en fyrr um áherslur eða hlutföll á milli nefndra
efnisatriða, en innihald hvers árgangs mun ráðast á sama hátt og
áður, það er eftir því hvað fyrir liggur af óbirtum greinum ellegar
öðrum skrifum af umræddum toga á hverjum tíma. Síðasti
árgangur var undantekning, eins og lesendum er kunnugt, þar
sem eingöngu var birt efni sem varðaði Halldór Laxness. Þá er
miðað við að lengd ritsins verði óbreytt eða um það bil 160
blaðsíður.
Eins og sjá má hefur orðið lítils háttar breyting á ytra útliti
Ritmenntar. Form kjalar og bakkápu er óbreytt, en í stað þess að
hafa alltaf sömu mynd á framkápu er nú ætlunin að þar sé í
hvert sinn birt einhver af þeim myndum sem er að finna í við-
komandi riti, og slcipta þannig um í sífellu innan þessa ramma,
sem segja má að sé eins konar ásýnd hvers árgangs. Er þessi
aðferð reyndar elclci óalgeng um tímarit af sama toga á síðari
árum. Þá munu ekki lengur birtir smáletursútdrættir í upphafi
hverrar greinar nema þess þyki þörf af einhverjum ástæðum
heldur látið nægja það „abstract" á ensku sem er aftast í ritinu.
Hvað varðar stafsetningu og greinarmerkjanotkun þykir sjálfsagt
að hver höfundur fái að halda eigin venjum ef þær brjóta elcki í
bága við núverandi laga- eða reglugerðarákvæði.
7