Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 65
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU
Ólíklegt verður að teljast, að þessi hluti deilunnar um mun
stærra mál, skottulækningarnar, hafi valcið almenna athygli. En
hann vakti svo sannarlega athygli Björns Gunnlaugssonar. Um-
mæli Magnúsar um skiptingu efnisins urðu honum tilefni lítill-
ar hugvekju, „Teningar og efnisdeilingin, eða: Efnisdeilingin
sýnist verða að hafa takmörk", þar sem hann áréttar kenningu
sína um innsta eðli efnisins. Uppkast að þessari ritgerð er til í
handriti (Lbs 2118a 8vo) en ekki er ljóst, hvort Björn ætlaði með
henni að blanda sér í deiluna á opinberum vettvangi, eða hvort
ritgerðin var aðeins ætluð honum sjálfum og kunningjum hans.
Hún kom aldrei út. Uppkastið er prentað í viðauka B og önnur
tilraun um sama efni í viðauka C.
í kenningu Björns er „allt hið þreifanlega innifalið í mótspyrn-
unni, heptri eða tempraðri upp á ýmislegan máta af samloðun-
araflinu." Hann lýsir þessu nánar í skýringunum við Njólu (sjá
viðauka A):
Til að gjöra sér skiljanlegt, hvemig mótspyrnan hagar sér, þá aðgæti
maður, t.d. eina handfylli af mold. Kreisti maður hana í lófa sínum, þá
spyrnir hún á móti, og það því fastar, sem fastar er kreist. Þessi kraptur
gengur út frá moldinni á allar síður, eins og geislar frá sólu, og setur sig
á móti þeim krapti, sem lófinn lcreistir með, og sækir inn í moldina. Þar
rnæta því aflgeislar lófans aflgeislum moldarinnar. Sundri maður nú
moldar handfyllina, og talci eitt einasta korn, og klípi það milli fingur-
gómanna, þá sýnir það alla sömu eiginleika og handfyllin áður, að afl-
geislar þess spyrna einnig í allar áttir út frá því. Nú er kornið einnig
samsett af óteljandi minni pörtum, út frá hverjum einnig aflgeislar
gánga, og varna því, að korninu verði samanþrýst í óendanlega lítinn
púnkt.
Spurningin er, hvort mögulegt sé að halda skiptingunni áfram:
Gengi hún endalaust, þá gætu að sönnu harðir líkamir lcomið þar af, en
stæltir líkamir gætu ekki framkomið, vegna þess að þá yrði elcki lát á
neinu, nema þar sem brotnaði inn, hvar holur væru, en líkamirnir gætu
eklci tekið sig aptur, eða þanið sig út, þegar hætt væri að kreista. Þess
vegna má deilingin eklci gánga endalaust, heldur hlýtur maður að
ímynda sér loksins aðgreinda púnkta, sem séu án allrar stærðar með svo
litlum millibilum, að yfirgángi allan mannlegan rannsóknarkrapt.
Og hér er komið að kjarna málsins, hugmynd Björns urn innsta
eðli efnisins:
107 Austurríski eðlisfræðingurinn Ludvig Boltzmann (1844-1906) er einkum
þekktur fyrir rannsóknir sínar á mikilvægi atómkenningarinnar fyrir skiln-
ing á eiginleikum efnisins. Aðferðir hans og niðurstöður ollu þáttaskilum í
eðlisfræði. Um Boltzmann og verk hans má t.d. lesa hjá Lindley, D. Boltz-
mann's Atom: The Great Debate that Launched a Revolution in Physics.
New York 2001.
61