Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 93

Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 93
RITMENNT ÞÝDDIR REYFARAR Á ÍSLENSKUM I3ÓKAMARKADI UM MIÐJA 18. ÖLD ljóst vera að þessar bækur, fornsögurnar og skáldsögurnar, voru prentaðar í þeirri von að hagnaður yrði af, enda stóð pentverkið mjög höllum fæti eftir þá vanrækslu sem einkennt hafði starf Halldórs biskups Brynj- ólfssonar, forvera þeirra Gísla biskups og Björns prentsmiðjustjóra. Við úttekt á dán- arbúi hans varð mönnum ljóst að á Hólum lágu í stöflum guðsorðabækur sem prentað- ar höfðu verið í biskupstíð hans. Bækurnar virtust vera það eina sem til var upp í skuld- ir dánarbúsins, þótt ekki væri mikið upp úr þeim að hafa, enda illseljanlegar. Menn gerðu sér grein fyrir því að það að prenta einungis guðsorð væri ekki vænleg leið til að auka tekjur stólsins. Þrátt fyrir að Gísli Magnússon sé samkvæmt bréfabókum sín- um að malda í móinn vegna þessara útgáfna Björns og láti í það skína að Björn hafi ein- ungis klínt nafni sínu undir formálann að Nokkrum margfróðum söguþáttum er greinilegt að þeir eru í byrjun sammála um að eina leiðin út úr ógöngunum sé að láta til skarar skríða um sagnaprentun og reyna með því að rétta hlut prentsmiðjunnar. Þetta sjón- armið þeirra kemur vel fram í formálanum að síðastnefndum Nokkrum margfróðum söguþáttum: Það er vitanlegt, að land vort er sem stendur, all- auðugt af andlegum bókum [...] so af þeim sömu er ekki einasta hvert hús, megandi almúga- manna, fullt, heldur og einnig liggur hér á Bisk- upsstólnum fjöldi mikill af þeim sömu bókum óseldar, sem ekki vill útganga, jafnvel þótt með þær, ekki án mikils umkostnaðar, hafi víðs veg- ar um landið, árlega útsent verið. Sýnist því bók- þrykkeríinu til stærsta skaða vera, fleiri slíkar bækur að prenta, þangað til þær fyrirliggjandi með tíðinni útganga kunna. Er þar fyrir, eftir margra ósk og beiðni, og so að prentverkið ekki með öllu iðjulaust standi, fyri sig tekið, að láta á þrykk útganga nokkrar af soddan sögum, sem þéna kynnu landsmönnum vorum til fróðleiks og leyfilegrar dægrastyttingar. Síðan segir að þeir ætli að sjá til um viðtök- ur þessarar fyrstu útgáfu en framhaldið yrði „stærri og nytsamlegri íslendingasögur" sem einnig varð raunin er Ágætar forn- mannasögur komu út. Þetta útgáfustarf Björns hafði einnig sínar dökku hliðar. Öllum heimildum um Hóla- prentsmiðju frá þessum tíma ber saman um að umrætt framtak hans hafi verið glapræði og ekki tímabært því að undanskyldum þessum útgáfum var Hólaprentverkið ærið aðgerðalítið. Bæði var að prentverkið var mjög úr sér gengið og næsta erfitt að ná í pappír og það annað er til prentunar þurfti, auk þess sem hallæri dró úr bókagerð um tíma. Við það bættist að kaupgeta manna var mjög takmörkuð á þessum árum og því erfitt að selja bækur.8 Ef tekið er mið af mannfjölda í landinu, sem var um 50 þús- und manns, verður að segjast eins og er að upplag bókanna, eða 2800 eintök af skemmtiefni, lýsi mikilli bjartsýni útgef- anda. En Björn hafði einlæga trú á þjóð sinni sem góðum og jákvæðum viðtakendum eins og endurspeglast mjög vel í orðum hans sjálfs í formálanum að skáldsögunum: 8 Jón Helgason biskup segir um viðtökurnar á forn- sagnaútgáfunum (á eflaust við um þetta útgáfuár þótt ekki minnist hann á útgáfu skáldsagnannaj að þeim hafi verið tekið dauflcga af alþýðu manna: „Fanst sumum það ganga goðgá næst að hrúka prentvcrkið til að gcfa slíkt út, í staðinn fyrir gott guðs orð". Sjá Meistarí Hálfdan, bls. 79. Um þá stólsforráðamenn sem voru í tíð Gísla Magnússon- ar segir Jón: „[Þeir] höfðu sízt spunnið silki við það starf, sem þcim var hcr í hendur selt" (bls. 95). 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.