Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 137
RITMENNT
TVÖ BRÉF TIL MÓÐUR
þeim bætt við innan oddlclofa. Þá er leyst úr skammstöfunum
innan sviga, en böndum, sem eingöngu eru tengd m og n, án
auðkenna.
I
Kaupmannahöfn 16da mars 1846.
Elslculegasta móðir mín góð!
Nú byrja eg fyrsta bréfið á þessu nya ári til þín með að óska þér
allrar gleði og ánægju á því. Eg þakka þér lcjærlega fyrir öll bréfin
þín sem eg fékk eptir að póstskip var farið, því fyrir hin var eg
búinn að þakka með póstskipi, þó aldrei sé ofþakkað. Við vorum
hér orðnir hræddir um póstskipið afþví veðrin höfðu verið
nokkuð milcil, enn sagt var að skipið væri ekki gott, enn svo
fréttum við með einhvörju skipi, eg held það hafi verið með
Siemsen sem lcom híngað frá Spaníu, að það hefði verið
komið fyrst í november og þá varð eg feginn. Eg ætla nú að fara
að segja dálítið frá hvörnig mér gékk til examens í haust, því eg
veit að það muni ekki hvað síðst vera það sem þig lángar til að
vita dálítið um. Það er þá fyrst að segja að eg fékk „lauð" í
höfuðkaraktjer, þó þettað „lauð" kanské ekki væri eins gott og
það hefði átt að vera og sumir máske hafa búist við. Fyrst mis-
tókst mér í „historiu" til skriflegs því það kom á mig nokkuð
sem er sleppt að lesa í skóla og eg því aldrei hafði lesið vel,
svo eg fékk eklci nema „hauð" í henni. Við þettað varð eg ein
hvörn veginn daufur og fjörlaus um alt examen, því historian var
eitt með því fyrsta. Líka fékk eg „hauð" í geometriu, og stóð þar
eins á að á mig kom eitt af því sem vani er að géfa frí frá í skóla;
eg segi ekki frá þessu til að afsaka mig með því, því eg veit að
það var alt forsóman minni að kénna og eg átti eins að lesa það
sem hafði verið géfið frí frá í skóla, enn eg gét þess þó eins og
dálítillar óheppni. Loksins fékk eg líka „hauð" í „dönskum stíl"
og því veit eg elcki hvörnig á stendur, nema ef eg hefi skrifað
eithvað vitlaust í sjálfann stílinn, því þeir sem lásu uppkasts-
hlaðið sögðu að stíllinn væri góður. í „lat(inu)", „grisku", „hebr-
(esku)", „arithmetik", „geografiu", „religion" og „lat(neskum)
stíl" fékk eg öllu: „lauð" og í „frönsku" og „þyðsku" sem eg an-
133