Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 97
RITMENNT 8 (2003) 93-128
Hrafn Sveinbjarnarson
Völcumaður,
hvað líður nóttinni?
Um vaktaraversin í Reylcjavílc
Lengi hefur tíðkast, að meðan þorri
manna sefur eða er önnurn kafinn við
iðju sína, sé einhverjum falið að vaka og vara
við aðsteðjandi hættu af völdurn friðarspilla
eða óhappa. Þeir kallast vaktarar, vaktmenn,
völcumenn eða næturverðir og tengjast iðu-
lega köstulum, virkjum, þéttbýli eða borg-
um. Vaktarar eru einnig víða þar sem verð-
mæti eru í húfi eins og í hjarðbúskap, versl-
un og á skipum. Oft skiptust rnenn á að
vaka og var þá vökutímanum skipt í vaktir.
Valctara er getið víða í fornum textum,
m.a. í gamla testamenti Biblíunnar, en
þangað er titill þessarar greinar sóttur.1
Hebreskar næturvaktir munu hafa verið
þrjár á nóttu en grískar og rómverskar næt-
urvalctir (4>v\aKf| og vigilia) voru fjórar á
nóttu.2 í Róm var gerður greinarmunur á
dagvöktum excubiae og næturvöktum
vigiliae, en orðið excubiae var þó stundum
notað um næturvaktir.3
Eftir stórbruna í Róm árið 6 stofnaði
Ágústus lceisari sveitir sjö þúsund nætur-
vaktara vuKTocþúXaKes eða vigiles og voru
þær skipaðar frelsingjum. Yfir þá setti keis-
arinn vaktstjóra eða varðstjóra praefectus
vigilium. Hver þúsund vaktara fyllcing
cohors, sem skipt var í 100 manna sveitir
centuriae, var sett yfir tvö svæði regiones
borgarinnar og höfðu þær aðsetur í stöðvum
stationes eða excubitoria á hverju svæði.
Þegar róstusamt varð í stjórnmálum Rórna-
borgar gegndu þessir vaktarar hlutverki lög-
reglu undir stjórn borgarstjórans praefectus
urbi, annars voru þeir einlcum brunaverðir
og slökkvilið.4
Ein elsta heimild um vaktara á Norður-
löndurn eru bæjarlög Magnúsar lagabætis
1276. Þar er lcveðið á um tvenns konar valct.
í fyrsta lagi var stöpulsvakt, tveir vaktarar
sem höfðu eftirlit með bæjunum og um-
hverfi þeirra úr lcirkjuturni. í öðru lagi var
gangvakt, sex vaktarar sem fóru eftirlits-
ferðir um göturnar tveir og tveir, fyrirfram
ákveðna leið um bæinn.5 í bæjarrétti Kaup-
mannahafnar 1294 eru ákvæði um vaktara
eða svokallaða excubitores.6 Orðið vísar
beint til vaktanna í Róm.
1 Jesaja 21,11.
2 Wichner (1897) bls. 5.
3 Neumann (1975) dlk. 1271.
4 Krenkel (1975) dlk. 1270-1271.
5 Audién Blom (1972) dlk. 14-15.
6 Stein (1898) bls. 2-3. Kroman (1972) dlk. 16.
93